Sigmundur kannast ekki við að vera með „spindoktora“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2015 16:22 Sigmundur sagðist vilja taka umræðu um aðstoðarmenn en kannaðist ekki við að þeir væru „spindoktora.“ Vísir/GVA „Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu. Alþingi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Við þessu öllu verður brugðist og sú vinna er í fullum gangi,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um hvort og hvernig brugðist yrði við athugasemdum umboðsmanns Alþingis um ýmislegt sem betur mátti fara í stjórnkerfinu í kringum lekamálið. Spurði hún sérstaklega um siðareglur ríkisstjórnarinnar.Valgerður spurðist fyrir um viðbrögð við áliti umboðsmanns á þingi í morgun.Vísir/VilhelmValgerður kallaði svarbréf Sigmundar Davíðs til umboðsmanns, þar sem hann spurði hvort embættið hefði sjálft sett sér siðareglur, hvumpið. Það kannaðist Sigmundur kannaðist ekki við að hafa verið hvumpinn. Við því sagði Valgerður að hægt væri að fara í orðaleiki. „Ef það er ekki að vera hvumpinn þá veit ég ekki hvað er að vera hvumpinn,“ sagði Valgerður eftir svar forsætisráðherra.Sjálfsagt að ræða aðstoðarmenn „En mig langar líka að spyrja, fyrst að forsætisráðherrann hæstvirtur segir að þetta sé allt komið til skoðunar, hvort hann hafi myndað sér skoðun á því sem umboðsmaður veltir fyrir sér, hvort að í ljósi þessara atburða sem hafa orðið og þá sérstaklega þess að aðstoðarmenn ráðherra séu, og ég held að umboðsmaður orðið það þannig, hvort að hlutverk þeirra sé orðið að vera einhverskonar „spindoktorar“?“ spurði Valgerður svo ráðherrann í framhaldinu.Össur kallaði „þú ert með sjö“ í miðri ræðu Sigmundar.Vísir/GVASigmundur sagði sjálfsagt að taka umræðu um stöðu aðstoðarmanna en að hann kannaðist ekki við að aðstoðarmenn væru „spindoktorar“. „Ég held reyndar að það sé ekki rétt mat hjá háttvirtum þingmanni að aðstoðarmenn ráðherra vinni fyrst og fremst sem einhverskonar spunamenn. Það kann að vera að háttvirtur þingmaður hafi vanist því í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði hann undir hrópum Össurar um að Sigmundur Davíð væri með sjö aðstoðarmenn. Sjö aðstoðarmenn „Hinsvegar eru auðvitað ýmsir þingmenn þekktir af engu öðru en spuna eins og sessunautur háttvirts þingmanns, Össur Skarphéðinsson, sem gólar hér fram í „þú ert með sjö, þú ert með sjö“ og heldur því fram að ég sé með sjö aðstoðarmenn sem háttvirtur þingmaður veit að er alrangt,“ sagði Sigmundur og hélt áfram: „Ég er með tvo aðstoðarmenn og það er aðeins einn á launum.“ „Háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson, sem einbeitir sér eingöngu að spuna í sinni pólitík, endurtekur hér tóma vitleysu þó að hann viti betur,“ bætti hann svo við áður en hann steig úr pontu.
Alþingi Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira