Þykir leitt að svörin ollu sárindum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2015 11:20 "Mér þykir leitt ef svör mín hafa valdið einhverjum sárindum eða verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast,“ segir Daníel Guðjónsson. Vísir/Pjetur Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey valdið sárindum. Valgerður Þorsteinsdóttir steig sem kunnugt er fram á dögunum og greindi frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu eldri manns í Grímsey þegar hún var sjálf á fermingaraldri.Akureyri vikublað greindi fyrst frá því að kynferðisbrot hefði átt sér stað í Grímsey sem væri á borði lögreglu. Engin nöfn voru birt í umfjölluninni og ekki kom fram að brotið hefði verið gegn barni. Vísir fylgdi málinu eftir og spurði blaðamaður Daníel hvort brotin væru gegn barni. Daníel sagði svo ekki vera en velti upp þeirri spurningu hvenær barn væri barn. Valgerður steig svo fram í viðtali við Akureyri vikublað og greindi frá því á hvaða aldri hún hefði verið þegar brotið átti sér stað. Í pistli á vef Kvennablaðsins var hún ósátt við svör Daníels við fyrirspurn Vísis. „Þegar maður er fjórtán eða fimmtán ára þá er maður barn! Þegar ég var 14 ára og mér var nauðgað þá var ég barn. Af manni sem var á sjötugsaldri,“ sagði Valgerður í pistlinum.Allir undir átján ára börn skv. lögum Daníel segir rétt að allir einstaklingar undir átján ára aldri séu börn samkvæmt barnalögum. Í eldri lögum hafi verið talað um börn og ungmenni og í daglegu tali sé gjarnan gerður greinarmunur á unglingum eða ungmennum og börnum. „Taldi ég fréttamann vera að grennslast eftir því hvort um barn í þessum skilningi væri að ræða en ekki hvort að viðkomandi væri undir átján ára aldri eða ekki. Það voru mín mistök að ganga ekki úr skugga um hver meiningin væri,“ segir Daníel. Því vilji hann að spurning hans til fréttamanns sé skoðuð í því ljósi. „Mér þykir leitt ef svör mín hafa valdið einhverjum sárindum eða verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast.“ Daníel sendi Vísi áréttingu á þessu og er hún í heild sinni hér að neðan:Varðandi umfjöllun um kynferðisbrot í GrímseyVegna skrifa í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum um svör mín við spurningum fréttamanns um það hvort um barn hafi verið að ræða í máli því sem verið hefur til umfjöllunar um kynferðisbrot í Grímsey þá vill ég koma eftirfarandi á framfæri.Skv. barnalögum eru allir einstaklingar undir átján ára aldri börn. Í eldri lögum var talað um börn og ungmenni og í daglegu tali er gjarnan gerður greinarmunur á unglingum eða ungmennum og börnum.Taldi ég féttamann vera að grennslast eftir því hvort um barn í þessum skilningi væri að ræða en ekki hvort að viðkomandi væri undir átján ára aldri eða ekki. Það voru mín mistök að ganga ekki úr skugga um hver meiningin væri. Spurning mín til fréttamanns um það hvenær barn væri barn skoðist í þessu ljósi. Mér þykir leitt ef svör mín hafa valdið einhverjum sárindum eða verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast. Tengdar fréttir „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri, segir leiðinlegt hafi svör hans í umfjöllun Vísis um kynferðisbrot í Grímsey valdið sárindum. Valgerður Þorsteinsdóttir steig sem kunnugt er fram á dögunum og greindi frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu eldri manns í Grímsey þegar hún var sjálf á fermingaraldri.Akureyri vikublað greindi fyrst frá því að kynferðisbrot hefði átt sér stað í Grímsey sem væri á borði lögreglu. Engin nöfn voru birt í umfjölluninni og ekki kom fram að brotið hefði verið gegn barni. Vísir fylgdi málinu eftir og spurði blaðamaður Daníel hvort brotin væru gegn barni. Daníel sagði svo ekki vera en velti upp þeirri spurningu hvenær barn væri barn. Valgerður steig svo fram í viðtali við Akureyri vikublað og greindi frá því á hvaða aldri hún hefði verið þegar brotið átti sér stað. Í pistli á vef Kvennablaðsins var hún ósátt við svör Daníels við fyrirspurn Vísis. „Þegar maður er fjórtán eða fimmtán ára þá er maður barn! Þegar ég var 14 ára og mér var nauðgað þá var ég barn. Af manni sem var á sjötugsaldri,“ sagði Valgerður í pistlinum.Allir undir átján ára börn skv. lögum Daníel segir rétt að allir einstaklingar undir átján ára aldri séu börn samkvæmt barnalögum. Í eldri lögum hafi verið talað um börn og ungmenni og í daglegu tali sé gjarnan gerður greinarmunur á unglingum eða ungmennum og börnum. „Taldi ég fréttamann vera að grennslast eftir því hvort um barn í þessum skilningi væri að ræða en ekki hvort að viðkomandi væri undir átján ára aldri eða ekki. Það voru mín mistök að ganga ekki úr skugga um hver meiningin væri,“ segir Daníel. Því vilji hann að spurning hans til fréttamanns sé skoðuð í því ljósi. „Mér þykir leitt ef svör mín hafa valdið einhverjum sárindum eða verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast.“ Daníel sendi Vísi áréttingu á þessu og er hún í heild sinni hér að neðan:Varðandi umfjöllun um kynferðisbrot í GrímseyVegna skrifa í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum um svör mín við spurningum fréttamanns um það hvort um barn hafi verið að ræða í máli því sem verið hefur til umfjöllunar um kynferðisbrot í Grímsey þá vill ég koma eftirfarandi á framfæri.Skv. barnalögum eru allir einstaklingar undir átján ára aldri börn. Í eldri lögum var talað um börn og ungmenni og í daglegu tali er gjarnan gerður greinarmunur á unglingum eða ungmennum og börnum.Taldi ég féttamann vera að grennslast eftir því hvort um barn í þessum skilningi væri að ræða en ekki hvort að viðkomandi væri undir átján ára aldri eða ekki. Það voru mín mistök að ganga ekki úr skugga um hver meiningin væri. Spurning mín til fréttamanns um það hvenær barn væri barn skoðist í þessu ljósi. Mér þykir leitt ef svör mín hafa valdið einhverjum sárindum eða verið túlkuð á annan hátt en til var ætlast.
Tengdar fréttir „Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
„Brotin byrjuðu fermingarsumarið mitt“ Valgerður Þorsteinsdóttir kærði mann fyrir kynferðisbrot í Grímsey. 21. janúar 2015 22:29
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent