Innlent

Handtekinn í Leifsstöð: Keypti falsað vegabréf á þrjú hundruð þúsund krónur

Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Kristín María
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið karlmann sem ferðaðist á stolnu og fölsuðu vegabréfi en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í umdæminu.

Maðurinn var nýkominn til landsins frá Osló og hafði innritað sig í áframhaldandi flug til Toronto þegar hann var stöðvaður við vegabréfaeftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Vegabréfið sem hann framvísaði tilheyrði einstaklingi í Litháen. Ferðalangurinn viðurkenndi fljótlega að hann hefði nýlega keypt vegabréfið í Svíþjóð á 2.000 evrur eða sem samsvarar rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur íslenskar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×