Kostnaður RÚV við góðgerðaútsendingar síðustu 5 ára rúmar 13 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2015 16:17 Illugi svaraði fyrirspurn Ólínu um söfnunarútsendingar á RÚV. Vísir Engar fastmótaðar reglur gilda hjá Ríkisútvarpinu um hvaða félagasamtök sem starfa í góðgerða- mannúðarskyni eiga kost á söfnunarútsendingum í miðlum Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar um söfnunarútsendingar. Ólína vildi vita hvaða reglur gilda hjá Ríkisútvarpinu varðandi það hvaða félagasamtök sem starfa í góðgerða- og mannúðarskyni eiga kost á söfnunarútsendingum í sjónvarpi eða hljóðvarpi þar sem fjár er aflað meðal almennings og fyrirtækja. Illugi sagði engar fastmótaðar reglur gilda um það hjá RÚV en sagði hverja formlega beiðni um samstarf í tengslum við viðkomandi söfnun sem berst Ríkisútvarpinu sé metin út af fyrir sig og eru þar einkum hafðar til grundvallar dagskrárlegar forsendur ásamt eðli söfnunarátaksins. „Mikilvægi þess og að um landssöfnun sé að ræða. Ríkisútvarpið kappkostar að vera sameinandi afl og hvetja til góðs, þjóðinni til heilla,“ segir í svari Illuga. Þá spyr Ólína hvaða góðgerða- og mannúðarfélög hafi fengið slíkar söfnunarútsendingar hjá Ríkisútvarpinu frá því slíkar útsendingar hófust og kemur fram í svari Illuga að þær eru þrettán talsins.vísir/gvaÚtsendingarnar eru eftirfarandi: Útsent 30.10.1995: Samhugur í verki – söfnun vegna snjóflóðanna á Flateyri.Samhugur í verki. Bein útsending frá söfnun vegna snjóflóðanna á Flateyri. Útsendingin var úr sjónvarpssal, frá Ingólfstorgi og miðstöð söfnunarinnar í húsnæði Stöðvar 2. Kynnar í sjónvarpssal voru Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Logi Bergmann Eiðsson og Helga Guðrún Johnson talaði frá Stöð 2 og Þorfinnur Ómarsson talaði frá Ingólfstorgi þar sem þúsundir manna voru saman komnar. Myndir voru frá blysför niður Laugaveginn með frú Vigdísi Finnbogadóttur í broddi fylkingar.Útsent 2.10.1998: Sigur lífsins – söfnun fyrir Reykjalund.Bein útsending. Skemmtiþáttur í sjónvarpssal þar sem fram kom fjöldi landsþekktra listamanna. Útsendingin var jafnframt liður í landssöfnun fyrir bættri endurhæfingaraðstöðu á Reykjalundi.Útsent 16.4.1999: Hönd í hönd – söfnun til styrktar rannsóknum á Alzheimer-sjúkdómnum og heilsueflingu aldraðra.Söfnunarþáttur Lions-hreyfingarinnar í samvinnu við Ríkisútvarpið. Í þættinum komu fram ýmsir listamenn og dregnir voru út veglegir vinningar, auk þess sem fram fór símasöfnun til styrktar rannsóknum á Alzheimer-sjúkdómnum og heilsueflingu aldraðra.Útsent 3.3.2001: Einn af hverjum þremur – söfnun fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Skemmti- og söfnunarþáttur í beinni útsendingu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Fjöldi landsþekktra listamanna kom fram í þættinum.Útsent 2.3.2002: Fjórði hver brotnar – söfnun fyrir Geðhjálp. Í þættinum fór fram landssöfnun til styrktar Geðhjálp. Landsþekktir listamenn komu fram í þættinum og allir gáfu vinnu sína í þágu söfnunarinnar.Útsent 8.11.2003: Fyrir sérstök börn til betra lífs – söfnun til styrktar Sjónarhóli.Landssöfnunarþáttur til styrktar Sjónarhóli. Verndari söfnunarinnar var Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands. Viðtöl voru í myndveri við Rögnu Marinósdóttur, þáverandi formann Sjónarhóls, og Árna Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, sem sagði frá því að ríkið mundi leggja 45 millj. kr. til söfnunarinnar á næstu þremur árum. Umsjónarmenn ræddu við Sigmund Erni Rúnarsson, skáld og fjölmiðlamann, sem sagði frá því hvernig söfnunin hefði gengið fyrir sig.Útsent 15.1.2005: Neyðarhjálp úr norðri – söfnun vegna flóðanna í Asíu.Söfnunarþáttur vegna flóðanna í Asíu sem var sendur út í samvinnu við Skjá einn og Stöð 2. Fjöldi listamanna kom fram í þættinum og verndari söfnunarinnar var Vigdís Finnbogadóttir.Útsent 20.2.2009: Söfnunarþáttur fyrir hjálparstarf innan lands – Hundraðkall á haus!Söfnunarþáttur fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða krossinn vegna hjálparstarfs innan lands í efnahagsþrengingum.Útsent 25.9.2009: Á rás fyrir Grensás – söfnun fyrir endurhæfingardeild Landspítalans.Bein útsending úr myndveri Sjónvarpsins frá söfnun fyrir endurhæfingardeild Landspítalans sem oft er kölluð Grensás.Útsent 11.12.2011: Við styðjum Færeyjar! – söfnun fyrir Hjálparsveitina í Færeyjum.Bein útsending frá tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Fram komu Friðrik Ómar og Jógvan Hansen ásamt góðum gestum, þeim Ragnheiði Gröndal, KK og Ellen, Helga Björnssyni og Stúlknakór Reykjavíkur. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var verndari söfnunarinnar en safnað var fyrir Hjálparsveitina í Færeyjum. Tónleikarnir voru líka sendir út beint á Rás 2 og í Færeyjum.Útsent 14.9.2012: Á allra vörum – söfnun fyrir langveik börn.Bein útsending frá landssöfnun fyrir börn sem eru fædd með sjaldgæfa, alvarlega og ólæknandi sjúkdóma.Útsent 31.5.2013: Bakvarðasveitin – söfnun fyrir Landsbjörg.Söfnunarþáttur fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Fólki var boðið að gerast meðlimir í öflugri sveit bakvarða sem styrkir og styður við bakið á fórnfúsu starfi sjálfboðaliðanna.Útsent 12.9.2014: Dagur rauða nefsins – söfnun fyrir Unicef á Íslandi.Bein útsending úr sjónvarpssal og símaveri Vodafone. Grín og alvara í bland með þjóðþekktum grínistum, leikurum, skemmtikröftum og tónlistarmönnum.Valin út frá eðli og mikilvægi Illugir segir þessi samstarfsverkefni fyrst og fremt valin út frá eðli og mikilvægi söfnunarátaksins. „Og að það skilyrði sé uppfyllt að um landssöfnun sé að ræða. Einnig er hvert tilvik metið út frá dagskrárlegum forsendum, auk þess sem viðkomandi félagasamtök hæfi almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins. Þess má geta að söfnunarútsendingarnar fá gjarnan mikið áhorf og starfsfólk fær jafnan jákvæð viðbrögð frá áhorfendum við þessum útsendingum.“ Þá spurði Ólína hver kostnaður Ríkisútvarpsins af söfnunarútsendingum síðustu fimm ára hafi verið og kom í ljós að hann er rúmar 13 milljónir króna, samkvæmt svari Illuga. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Engar fastmótaðar reglur gilda hjá Ríkisútvarpinu um hvaða félagasamtök sem starfa í góðgerða- mannúðarskyni eiga kost á söfnunarútsendingum í miðlum Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar um söfnunarútsendingar. Ólína vildi vita hvaða reglur gilda hjá Ríkisútvarpinu varðandi það hvaða félagasamtök sem starfa í góðgerða- og mannúðarskyni eiga kost á söfnunarútsendingum í sjónvarpi eða hljóðvarpi þar sem fjár er aflað meðal almennings og fyrirtækja. Illugi sagði engar fastmótaðar reglur gilda um það hjá RÚV en sagði hverja formlega beiðni um samstarf í tengslum við viðkomandi söfnun sem berst Ríkisútvarpinu sé metin út af fyrir sig og eru þar einkum hafðar til grundvallar dagskrárlegar forsendur ásamt eðli söfnunarátaksins. „Mikilvægi þess og að um landssöfnun sé að ræða. Ríkisútvarpið kappkostar að vera sameinandi afl og hvetja til góðs, þjóðinni til heilla,“ segir í svari Illuga. Þá spyr Ólína hvaða góðgerða- og mannúðarfélög hafi fengið slíkar söfnunarútsendingar hjá Ríkisútvarpinu frá því slíkar útsendingar hófust og kemur fram í svari Illuga að þær eru þrettán talsins.vísir/gvaÚtsendingarnar eru eftirfarandi: Útsent 30.10.1995: Samhugur í verki – söfnun vegna snjóflóðanna á Flateyri.Samhugur í verki. Bein útsending frá söfnun vegna snjóflóðanna á Flateyri. Útsendingin var úr sjónvarpssal, frá Ingólfstorgi og miðstöð söfnunarinnar í húsnæði Stöðvar 2. Kynnar í sjónvarpssal voru Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Logi Bergmann Eiðsson og Helga Guðrún Johnson talaði frá Stöð 2 og Þorfinnur Ómarsson talaði frá Ingólfstorgi þar sem þúsundir manna voru saman komnar. Myndir voru frá blysför niður Laugaveginn með frú Vigdísi Finnbogadóttur í broddi fylkingar.Útsent 2.10.1998: Sigur lífsins – söfnun fyrir Reykjalund.Bein útsending. Skemmtiþáttur í sjónvarpssal þar sem fram kom fjöldi landsþekktra listamanna. Útsendingin var jafnframt liður í landssöfnun fyrir bættri endurhæfingaraðstöðu á Reykjalundi.Útsent 16.4.1999: Hönd í hönd – söfnun til styrktar rannsóknum á Alzheimer-sjúkdómnum og heilsueflingu aldraðra.Söfnunarþáttur Lions-hreyfingarinnar í samvinnu við Ríkisútvarpið. Í þættinum komu fram ýmsir listamenn og dregnir voru út veglegir vinningar, auk þess sem fram fór símasöfnun til styrktar rannsóknum á Alzheimer-sjúkdómnum og heilsueflingu aldraðra.Útsent 3.3.2001: Einn af hverjum þremur – söfnun fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Skemmti- og söfnunarþáttur í beinni útsendingu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Fjöldi landsþekktra listamanna kom fram í þættinum.Útsent 2.3.2002: Fjórði hver brotnar – söfnun fyrir Geðhjálp. Í þættinum fór fram landssöfnun til styrktar Geðhjálp. Landsþekktir listamenn komu fram í þættinum og allir gáfu vinnu sína í þágu söfnunarinnar.Útsent 8.11.2003: Fyrir sérstök börn til betra lífs – söfnun til styrktar Sjónarhóli.Landssöfnunarþáttur til styrktar Sjónarhóli. Verndari söfnunarinnar var Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands. Viðtöl voru í myndveri við Rögnu Marinósdóttur, þáverandi formann Sjónarhóls, og Árna Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, sem sagði frá því að ríkið mundi leggja 45 millj. kr. til söfnunarinnar á næstu þremur árum. Umsjónarmenn ræddu við Sigmund Erni Rúnarsson, skáld og fjölmiðlamann, sem sagði frá því hvernig söfnunin hefði gengið fyrir sig.Útsent 15.1.2005: Neyðarhjálp úr norðri – söfnun vegna flóðanna í Asíu.Söfnunarþáttur vegna flóðanna í Asíu sem var sendur út í samvinnu við Skjá einn og Stöð 2. Fjöldi listamanna kom fram í þættinum og verndari söfnunarinnar var Vigdís Finnbogadóttir.Útsent 20.2.2009: Söfnunarþáttur fyrir hjálparstarf innan lands – Hundraðkall á haus!Söfnunarþáttur fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða krossinn vegna hjálparstarfs innan lands í efnahagsþrengingum.Útsent 25.9.2009: Á rás fyrir Grensás – söfnun fyrir endurhæfingardeild Landspítalans.Bein útsending úr myndveri Sjónvarpsins frá söfnun fyrir endurhæfingardeild Landspítalans sem oft er kölluð Grensás.Útsent 11.12.2011: Við styðjum Færeyjar! – söfnun fyrir Hjálparsveitina í Færeyjum.Bein útsending frá tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Fram komu Friðrik Ómar og Jógvan Hansen ásamt góðum gestum, þeim Ragnheiði Gröndal, KK og Ellen, Helga Björnssyni og Stúlknakór Reykjavíkur. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var verndari söfnunarinnar en safnað var fyrir Hjálparsveitina í Færeyjum. Tónleikarnir voru líka sendir út beint á Rás 2 og í Færeyjum.Útsent 14.9.2012: Á allra vörum – söfnun fyrir langveik börn.Bein útsending frá landssöfnun fyrir börn sem eru fædd með sjaldgæfa, alvarlega og ólæknandi sjúkdóma.Útsent 31.5.2013: Bakvarðasveitin – söfnun fyrir Landsbjörg.Söfnunarþáttur fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Fólki var boðið að gerast meðlimir í öflugri sveit bakvarða sem styrkir og styður við bakið á fórnfúsu starfi sjálfboðaliðanna.Útsent 12.9.2014: Dagur rauða nefsins – söfnun fyrir Unicef á Íslandi.Bein útsending úr sjónvarpssal og símaveri Vodafone. Grín og alvara í bland með þjóðþekktum grínistum, leikurum, skemmtikröftum og tónlistarmönnum.Valin út frá eðli og mikilvægi Illugir segir þessi samstarfsverkefni fyrst og fremt valin út frá eðli og mikilvægi söfnunarátaksins. „Og að það skilyrði sé uppfyllt að um landssöfnun sé að ræða. Einnig er hvert tilvik metið út frá dagskrárlegum forsendum, auk þess sem viðkomandi félagasamtök hæfi almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins. Þess má geta að söfnunarútsendingarnar fá gjarnan mikið áhorf og starfsfólk fær jafnan jákvæð viðbrögð frá áhorfendum við þessum útsendingum.“ Þá spurði Ólína hver kostnaður Ríkisútvarpsins af söfnunarútsendingum síðustu fimm ára hafi verið og kom í ljós að hann er rúmar 13 milljónir króna, samkvæmt svari Illuga.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira