Innlent

Okkur hættir til að vanmeta Esjuna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Björgunarsveitir voru tíu sinnum kallaðar út á síðasta ári til að bjarga göngufólki í vanda í Esjunni og voru útköllin mörg við erfiðar aðstæður.

Sjö af útköllunum á árinu 2014 voru yfir vetrarmánuðina. Jónas Guðmundsson stýrði björgunaraðgerðum í Esjunni gær og segir hann aðstæður oft vera erfiðar líkt og í gærkvöldi sérstaklega ofarlega í fjallinu þar sem maðurinn var. Hann segir björgunarsveitarmenn alltaf í hættu til fjalla á Íslandi þegar veður er slæmt líkt og í gær.  Við íhuguðum það mjög alvarlega auðvitað að draga til baka mannskapinn en við vissum að við vorum mjög nálægt manninum sem var týndur og hann var orðinn mjög tæpur. Þannig að það var svona sameiginlegt mat að halda áfram og ná manninum, segir Jónas Guðmundsson. Hann telur að ekki hafi mátt bjarga manninum nokkrum klukkutímum seinna.

„Okkur hættir til að vanmeta Esjuna okkur sem búum hérna rétt hjá henni. Þetta er alvöru fjall. Við erum að hækka okkur úr núll metrum upp í næstum því þúsund metra,“ segir Jónas Guðmundsson.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.