Innlent

Innbrot í Vesturbæ og í Hafnarfirði

Jakob Bjarnar skrifar
Í Hafnarfirði virðist tiltekinn hópur manna stunda það að villast inn í íbúðir.
Í Hafnarfirði virðist tiltekinn hópur manna stunda það að villast inn í íbúðir.
Og um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í íbúð í Vesturborginni. Húsráðandi hafði komið heim og sá þá að búið var að brjóta rúðu og fara inn í íbúðina. Ekki vitað hverju var stolið.

Lögreglan í Hafnarfirði fékk einnig tilkynningu um innbrot en maður nokkur hringdi í lögreglu og tilkynnti um ókunnugan mann sem hafði gengið inn í íbúð hans. Maðurinn taldi augljóst að hann ætlaði sér að stela. Þegar maðurinn varð húsráðanda var hljóp hann á brott en maðurinn gat gefið greinargóða lýsingu á honum. Það er tekið fram, í skeyti frá lögreglu, að húsráðandi hafi haft sérstaklega á orði við lögreglu að það væri tiltekinn hópur manna sem stundaði það á þessum slóðum að "villast" inn í íbúðir.

Annars var annasamur dagur hjá lögreglunni í Hafnarfirði íi nótt en hún gerði sér lítið fyrir og klippti bílnúmer af 17 bílum sem voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×