Strætóbílstjóri hætti akstri því aldraður farþegi fékk ekki sæti Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 11:33 Daníel Ingi lýsir vaskri framgöngu strætóbílstjóra sem neitaði að halda för strætisvagns áfram fyrr en einhver stæði upp fyrir öldruðum manni. „Strætóbílstjórinn gerði það sem hún átti að gera og mér fannst það mjög flott hjá henni,“ segir Daníel Ingi Sigþórsson um strætóbílstjóra sem neitaði að halda för strætisvagns áfram nema ungir farþegar hans stæðu upp fyrir öldruðum farþega sem fékk hvergi sæti. Hann segir þennan vagn hafa verið á leið 28, frá Mjóddinni í Breiðholti til Hamraborgar í Kópavogi, þegar hann gekk sjálfur inn í vagninn á fjórða tímanum í gær en hann lýsir þessu atviki á Facebook. Þar segir hann strætisvaginn hafa verið þéttsetinn af grunnskólanemendum á unglingastigi og hvergi sæti að fá. Við næstu stoppistöð gekk gamall maður inn í strætisvagninn og ekkert sætispláss fyrir hann.Báðu unga fólkið að standa upp „Og allir horfa bara á manninn vandræðast um. Þá er strætóbílstýrunni nóg boðið og biður einhvern um að standa upp. Þar sem hún er útlensk horfir hún á fremstu raðirnar á meðan ég spyr yfir hópinn: „Vill ekki einhver leyfa honum að setjast?“, skrifar Daníel á Facebook. Hann segir strætóbílstjórann hafa sagt eftir stutta bið að strætisvagninn færi ekki aftur af stað fyrr en gamli maðurinn væri kominn með sæti. „Krakkarnir gera varla neitt í því nema loksins er fært sig svo pláss sé fyrir einn rass, en ekki í fremstu röðunum heldur á hliðinni í óþægilegu sætunum sem eru nú þröngt setin af foreldri með barn og fiðlu,“ skrifar Daníel.Foreldrar kenni börnunum mannasiði Hann segir stætóbílstjórann hafa því næst sest aftur í bílstjórasætið og ekið vagninum af stað en þá hefðu krakkarnir rætt sín á milli hvað bílstjórinn væri ömurlegur. Hann biður foreldra um að brýna fyrir börnunum almenna mannasiði og að virða náungann. „Og mér finnst strætóbílstjórar hafa þurft að þola margt í gegnum árin þar sem börn og unglingar segja hvað sem þau vilja við þau,“ skrifar Daníel. „Krakkar sýna svo mikla óvirðingu í dag,“ segir Daníel, sem er ritstjóri sjomlatips.is, í samtali við Vísi um málið. „Ég stóð upp fyrir gömlu fólki í strætó þegar ég var yngri en ég átti vini sem gerðu það ekki. En það er alltaf svona fólk allstaðar á öllum tímum.“ Post by Daníel Ingi Fimmvörðuháls. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Strætóbílstjórinn gerði það sem hún átti að gera og mér fannst það mjög flott hjá henni,“ segir Daníel Ingi Sigþórsson um strætóbílstjóra sem neitaði að halda för strætisvagns áfram nema ungir farþegar hans stæðu upp fyrir öldruðum farþega sem fékk hvergi sæti. Hann segir þennan vagn hafa verið á leið 28, frá Mjóddinni í Breiðholti til Hamraborgar í Kópavogi, þegar hann gekk sjálfur inn í vagninn á fjórða tímanum í gær en hann lýsir þessu atviki á Facebook. Þar segir hann strætisvaginn hafa verið þéttsetinn af grunnskólanemendum á unglingastigi og hvergi sæti að fá. Við næstu stoppistöð gekk gamall maður inn í strætisvagninn og ekkert sætispláss fyrir hann.Báðu unga fólkið að standa upp „Og allir horfa bara á manninn vandræðast um. Þá er strætóbílstýrunni nóg boðið og biður einhvern um að standa upp. Þar sem hún er útlensk horfir hún á fremstu raðirnar á meðan ég spyr yfir hópinn: „Vill ekki einhver leyfa honum að setjast?“, skrifar Daníel á Facebook. Hann segir strætóbílstjórann hafa sagt eftir stutta bið að strætisvagninn færi ekki aftur af stað fyrr en gamli maðurinn væri kominn með sæti. „Krakkarnir gera varla neitt í því nema loksins er fært sig svo pláss sé fyrir einn rass, en ekki í fremstu röðunum heldur á hliðinni í óþægilegu sætunum sem eru nú þröngt setin af foreldri með barn og fiðlu,“ skrifar Daníel.Foreldrar kenni börnunum mannasiði Hann segir stætóbílstjórann hafa því næst sest aftur í bílstjórasætið og ekið vagninum af stað en þá hefðu krakkarnir rætt sín á milli hvað bílstjórinn væri ömurlegur. Hann biður foreldra um að brýna fyrir börnunum almenna mannasiði og að virða náungann. „Og mér finnst strætóbílstjórar hafa þurft að þola margt í gegnum árin þar sem börn og unglingar segja hvað sem þau vilja við þau,“ skrifar Daníel. „Krakkar sýna svo mikla óvirðingu í dag,“ segir Daníel, sem er ritstjóri sjomlatips.is, í samtali við Vísi um málið. „Ég stóð upp fyrir gömlu fólki í strætó þegar ég var yngri en ég átti vini sem gerðu það ekki. En það er alltaf svona fólk allstaðar á öllum tímum.“ Post by Daníel Ingi Fimmvörðuháls.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira