Innlent

Nýr sendiherra Bandaríkjanna spreytir sig á íslenskunni

Atli Ísleifsson skrifar
Robert C. Barber mun afhenda forseta Íslands trúnaðarbréf sitt 28. janúar næstkomandi.
Robert C. Barber mun afhenda forseta Íslands trúnaðarbréf sitt 28. janúar næstkomandi.
Bandaríska sendiráðið hefur birt myndband á Facebook-síðu sinni þar sem nýr sendiherra er kynntur til leiks.

Sendiherrann hefur greinilega æft sig að tala á íslensku því í myndbandinu kynnir hann sig á íslensku og segir að honum þyki það ánægjulegt og mikill heiður að vera næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Robert C. Barber mun afhenda forseta Íslands trúnaðarbréf sitt 28. janúar næstkomandi og taka þar með formlega við embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Í myndbandinu er rætt við Barber um starfsferil hans, ást hans á Nýja Englandi og áætlanir hans um að kynnast landi og þjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×