Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Hjörtur Hjartarson skrifar 14. janúar 2015 19:29 Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira