Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Hjörtur Hjartarson skrifar 14. janúar 2015 19:29 Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira