Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Hjörtur Hjartarson skrifar 14. janúar 2015 19:29 Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira