Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Hjörtur Hjartarson skrifar 14. janúar 2015 19:29 Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu, segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. Hún óttast að skrif hans geti aukið á fordóma og tortryggni í garð múslima á Íslandi. Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir komst fyrst í kynni við íslam fyrir að vera þrjátíu árum í gegnum núverandi eiginmann sinn sem er formaður félags múslima á Íslandi. Hún segir að, enn sem komið er, í það minnsta, sé lítið um fordóma gagnvart múslimum á Íslandi. Hún óttast þó að orð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, geti aukið á fordómana. „Það getur gert það. Það getur líka ekkert orðið úr þessu, maður veit aldrei,“ segir Ingibjörg.En hvernig leið henni þegar hún las það sem Ásmundur skrifaði? „Mér leið mjög illa. Það var sárt að heyra þetta. Þetta særir mig, fjölskylduna mína og alla múslima.“Hvað heldurðu að fái menn til að tala með þessum hætti? „Ég vona að það sé fáfræði. Hann á að vera vel lærður þessi maður en ég vona að þetta sé fáfræði, að hann hafi ekki lesið vel,“ segir Ingibjörg. Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifaði pistil á Facebook síðu sinni í dag þar sem hún talar um að andúð útlendingum sé raunverulegt vandamál á Íslandi. Miriam er kristin trúar en föðurfjölskylda hennar eru múslimar. Hún segist skynja tortryggni og í mörgum tilfellum fáfræði í garð múslima. „Já, fjölskyldan mín er úti og mér þykir rosalega vænt um þau. Þau eru bara venjulegt fólk og það er mjög leiðinlegt að þurfa afsaka fjölskylduna mína. Sömuleiðis að hlusta á fólk alhæfa um það. Ég vil ekki að fólk alhæfi um mig eða Íslendinga, fullyrða að við séum öll einhverjir bankastarfsmenn og svikarar né þá sem mér þykir vænt um,“ segir Miriam. Miriam telur að orð Ásmundar byggist á fáfræði. „Hann hefði kannski mátt hugsa áður en hann talaði því þú ert ekki bara að tala um einhvern hlut eða tölur, þú ert að tala um manneskjur. Þú ert að særa tilfinningar fólks. Að þurf að sitja undir því að þú verðir rannsakaður vegna þess að þú trúir á eitthvað. Mér finnst að það ætti frekar að rannsaka fólk út frá gjörðum þess frekar en trúarbrögðum,“ segir Miriam.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira