„Sannarlega eitthvað misfarist“ 15. janúar 2015 14:42 vísir/vilhelm „Það hefur svo sannarlega eitthvað misfarist. Við förum yfir 1.500 ferðir á dag og langflestar ferðir eru farnar á réttan stað á réttum tíma. Það hafa orðið einhver frávik, einhverjir tugir á dag. En við erum að ræða málin og teljum að hlutirnir muni fara batnandi,“ segir Ástríður Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Strætó. Fyrsti fundur samráðshóps um ferðaþjónustu fatlaðra fór fram í höfuðstöðvum Strætó við Hestháls í Árbæ í gær. Fundurinn var meðal annars haldinn vegna óánægju sem ríkt hefur síðan Strætó tók við rekstrinum og þeirra fjölmörgu kvartana sem borist hafa að undanförnu.Unnið að úrbótum Ástríður segir að á fundinum hafi verið farið yfir þessar kvartanir. Þá hafi fulltrúar hagsmunasamtaka lagt fram sínar ábendingar og að þær verði teknar til skoðunar hjá Strætó. „Fólk kannski upplifir að eitthvað hafi misfarist. Upplifir jafnvel þjónustuskerðingu vegna þess að það vær ekki lengur sama bílstjóra eða sama aðila þegar það hringir inn. Kvartanirnar snúa oft að því, en þessir hlutir eru ekki inni í þjónustulýsingunni,“ segir hún. Óánægjan ríkir meðal annars vegna þess að dæmi eru um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og að dagskrá margra hafi farið úr skorðum. Þá hafi bílstjórar gleymt að festa fólk í bílbelti og í kjölfarið hafi það oltið úr hjólastólum sínum.Bílstjórar sæki námskeið „Það er margítrekað búið að fara yfir öryggismálin og allir bílstjórar búnir að fá góða þjálfun í því,“ segir hún og bætir við að á næstu dögum verði haldin námskeið sem allir bílstjórar munu sækja. „Þetta eru námskeið varðandi mismunandi fatlanir og hvernig eigi að bregðast við því, skyndihjálp er til dæmis liður í því.“ Fundir samráðshóps Strætó hafa verið haldnir fjórum sinnum á ári hingað til, en eftir að Strætó tók við rekstri ferðaþjónustu fatlaðra verða þeir haldnir tíðar en áður. Næsti fundur er boðaður eftir tvær vikur. Tengdar fréttir Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Bílstjóri akstursþjónustu Strætó vildi bara aka öðrum af tveimur fötluðum bræðrum. 8. janúar 2015 14:50 Breyting á akstri bitnar á eldri borgurum „Þetta bitnar líka á eldri borgurum sem nýta sér þjónustuna, við erum búin að fá mikið af símtölum frá fólki,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um ferðaþjónustu fatlaðra. 15. janúar 2015 07:15 Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Gagnrýna háa verðskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík Átak, félag fólks með þroskahömlun, lýsir undrun sinni á nýrri gjaldskrá á ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík, í ályktun sem það hefur sent frá sér. 8. janúar 2015 16:48 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
„Það hefur svo sannarlega eitthvað misfarist. Við förum yfir 1.500 ferðir á dag og langflestar ferðir eru farnar á réttan stað á réttum tíma. Það hafa orðið einhver frávik, einhverjir tugir á dag. En við erum að ræða málin og teljum að hlutirnir muni fara batnandi,“ segir Ástríður Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Strætó. Fyrsti fundur samráðshóps um ferðaþjónustu fatlaðra fór fram í höfuðstöðvum Strætó við Hestháls í Árbæ í gær. Fundurinn var meðal annars haldinn vegna óánægju sem ríkt hefur síðan Strætó tók við rekstrinum og þeirra fjölmörgu kvartana sem borist hafa að undanförnu.Unnið að úrbótum Ástríður segir að á fundinum hafi verið farið yfir þessar kvartanir. Þá hafi fulltrúar hagsmunasamtaka lagt fram sínar ábendingar og að þær verði teknar til skoðunar hjá Strætó. „Fólk kannski upplifir að eitthvað hafi misfarist. Upplifir jafnvel þjónustuskerðingu vegna þess að það vær ekki lengur sama bílstjóra eða sama aðila þegar það hringir inn. Kvartanirnar snúa oft að því, en þessir hlutir eru ekki inni í þjónustulýsingunni,“ segir hún. Óánægjan ríkir meðal annars vegna þess að dæmi eru um að fatlaðir séu látnir rúnta um bæinn tímunum saman og að dagskrá margra hafi farið úr skorðum. Þá hafi bílstjórar gleymt að festa fólk í bílbelti og í kjölfarið hafi það oltið úr hjólastólum sínum.Bílstjórar sæki námskeið „Það er margítrekað búið að fara yfir öryggismálin og allir bílstjórar búnir að fá góða þjálfun í því,“ segir hún og bætir við að á næstu dögum verði haldin námskeið sem allir bílstjórar munu sækja. „Þetta eru námskeið varðandi mismunandi fatlanir og hvernig eigi að bregðast við því, skyndihjálp er til dæmis liður í því.“ Fundir samráðshóps Strætó hafa verið haldnir fjórum sinnum á ári hingað til, en eftir að Strætó tók við rekstri ferðaþjónustu fatlaðra verða þeir haldnir tíðar en áður. Næsti fundur er boðaður eftir tvær vikur.
Tengdar fréttir Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Bílstjóri akstursþjónustu Strætó vildi bara aka öðrum af tveimur fötluðum bræðrum. 8. janúar 2015 14:50 Breyting á akstri bitnar á eldri borgurum „Þetta bitnar líka á eldri borgurum sem nýta sér þjónustuna, við erum búin að fá mikið af símtölum frá fólki,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um ferðaþjónustu fatlaðra. 15. janúar 2015 07:15 Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Gagnrýna háa verðskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík Átak, félag fólks með þroskahömlun, lýsir undrun sinni á nýrri gjaldskrá á ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík, í ályktun sem það hefur sent frá sér. 8. janúar 2015 16:48 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Bílstjóri akstursþjónustu Strætó vildi bara aka öðrum af tveimur fötluðum bræðrum. 8. janúar 2015 14:50
Breyting á akstri bitnar á eldri borgurum „Þetta bitnar líka á eldri borgurum sem nýta sér þjónustuna, við erum búin að fá mikið af símtölum frá fólki,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um ferðaþjónustu fatlaðra. 15. janúar 2015 07:15
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40
Gagnrýna háa verðskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík Átak, félag fólks með þroskahömlun, lýsir undrun sinni á nýrri gjaldskrá á ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík, í ályktun sem það hefur sent frá sér. 8. janúar 2015 16:48