Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2015 19:45 Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira