Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. janúar 2015 11:17 Úr sumarbúðunum. Vísir/Valli Tugir hafa skrifað undir mótmæli við uppsögn forstöðukonu í Reykjadal, þar sem styrktarfélag lamaðra- og fatlaðra heldur úti vetrar- og sumarbúðum fyrir fötluð börn. Framkvæmdastjóri styrktarfélagsins segir að verið sé að gera breytingar á starfinu og formaður stjórnar félagsins segir stjórnina ætla að koma saman í dag til að funda um málið. Hvorugur þeirra vill gefa upp ástæður uppsagnarinnar.Sagt upp eftir fæðingarorlof Forstöðukonunni, Sólveigu Hlín Sigurðardóttur, var sagt upp fljótlega eftir að viðkomandi kom úr fæðingarorlofi og segja þeir sem mótmæla uppsögninni að hún sé ómakleg. Einn þeirra sem gerir málið að umtalsefni er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Virðingin sem hún hefur áunnið sér meðal starfsmanna í Reykjadal er slík, að uppsögn hennar kom sem reiðarslag inn í hópinn,“ segir hann. Össur bætir við að tugir hafi mótmælt uppsögninni og segist skrifa um málið með leyfi Sólveigar. „Á rétt liðlega sólarhring skrifuðu ríflega sjötíu manns úr kjarnanum sem starfar við Reykjadal undir skjal þar sem uppsögninni er harðlega mótmælt,“ segir hann. Post by Össur Skarphéðinsson. Ákvörðun stjórnarinnar Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins, staðfestir að uppsögninni hafi verið mótmælt. Hann tjáir sig ekki um ástæður uppsagnarinnar að öðru leiti en að breytingar standi fyrir dyrum. Þá segir hann ákvörðunina hafa verið tekin af stjórn styrktarfélagsins. „Þetta var stjórnarákvörðun og það er komið bréf til stjórnarinnar,“ segir aðspurður um mótmæli við uppsögninni. Vilmundur vill ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar þar sem það sé persónulegt mál. „Við erum að breyta til þarna en ég vil ekki tjá mig um þetta núna, enda er þetta persónulegt mál. Auðvitað er alltaf hundleiðinlegt þegar þarf að gera svona.“Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins.Vísir/AntonRáðning til eins árs í senn Tímasetning uppsagnarinnar er meðal þess sem vakið hefur athygli en Sólveigu var sagt upp að nýloknu fæðingarorlofi. „Þetta hefur alltaf verið tímabundið starf frá ári til árs, skipað ungu fólki, og það var akkúrat komið að endurnýjun,“ segir hann aðspurður um tímasetninguna. „Svo er bara ekki hægt, ef að á að breyta til, þá töldu menn ekki stætt að gera það í orlofinu sjálfu.“ Vilmundur segir að þrátt fyrir breytingar eigi hann ekki von á öðru en að öflugt starf verði í Reykjadal.Funda um málið Baldvin Bjarnason, formaður stjórnar styrktarfélagsins, vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með Sólveigu. Hann segir að stjórnin ætli að koma saman til fundar um málið í dag og að hann ætli að tala við forstöðukonuna. „Ég ætla að reyna að hitta stjórnina á eftir og fara yfir þessi mál,“ segir hann. Í kjölfarið segist hann ætla að reyna að ræða við hana. Að neðan má sjá umfjöllun um sumarbúðirnar í Reykjadal. Reykjadalur from Bjarney Ludviksdottir on Vimeo. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Tugir hafa skrifað undir mótmæli við uppsögn forstöðukonu í Reykjadal, þar sem styrktarfélag lamaðra- og fatlaðra heldur úti vetrar- og sumarbúðum fyrir fötluð börn. Framkvæmdastjóri styrktarfélagsins segir að verið sé að gera breytingar á starfinu og formaður stjórnar félagsins segir stjórnina ætla að koma saman í dag til að funda um málið. Hvorugur þeirra vill gefa upp ástæður uppsagnarinnar.Sagt upp eftir fæðingarorlof Forstöðukonunni, Sólveigu Hlín Sigurðardóttur, var sagt upp fljótlega eftir að viðkomandi kom úr fæðingarorlofi og segja þeir sem mótmæla uppsögninni að hún sé ómakleg. Einn þeirra sem gerir málið að umtalsefni er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Virðingin sem hún hefur áunnið sér meðal starfsmanna í Reykjadal er slík, að uppsögn hennar kom sem reiðarslag inn í hópinn,“ segir hann. Össur bætir við að tugir hafi mótmælt uppsögninni og segist skrifa um málið með leyfi Sólveigar. „Á rétt liðlega sólarhring skrifuðu ríflega sjötíu manns úr kjarnanum sem starfar við Reykjadal undir skjal þar sem uppsögninni er harðlega mótmælt,“ segir hann. Post by Össur Skarphéðinsson. Ákvörðun stjórnarinnar Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins, staðfestir að uppsögninni hafi verið mótmælt. Hann tjáir sig ekki um ástæður uppsagnarinnar að öðru leiti en að breytingar standi fyrir dyrum. Þá segir hann ákvörðunina hafa verið tekin af stjórn styrktarfélagsins. „Þetta var stjórnarákvörðun og það er komið bréf til stjórnarinnar,“ segir aðspurður um mótmæli við uppsögninni. Vilmundur vill ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar þar sem það sé persónulegt mál. „Við erum að breyta til þarna en ég vil ekki tjá mig um þetta núna, enda er þetta persónulegt mál. Auðvitað er alltaf hundleiðinlegt þegar þarf að gera svona.“Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins.Vísir/AntonRáðning til eins árs í senn Tímasetning uppsagnarinnar er meðal þess sem vakið hefur athygli en Sólveigu var sagt upp að nýloknu fæðingarorlofi. „Þetta hefur alltaf verið tímabundið starf frá ári til árs, skipað ungu fólki, og það var akkúrat komið að endurnýjun,“ segir hann aðspurður um tímasetninguna. „Svo er bara ekki hægt, ef að á að breyta til, þá töldu menn ekki stætt að gera það í orlofinu sjálfu.“ Vilmundur segir að þrátt fyrir breytingar eigi hann ekki von á öðru en að öflugt starf verði í Reykjadal.Funda um málið Baldvin Bjarnason, formaður stjórnar styrktarfélagsins, vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með Sólveigu. Hann segir að stjórnin ætli að koma saman til fundar um málið í dag og að hann ætli að tala við forstöðukonuna. „Ég ætla að reyna að hitta stjórnina á eftir og fara yfir þessi mál,“ segir hann. Í kjölfarið segist hann ætla að reyna að ræða við hana. Að neðan má sjá umfjöllun um sumarbúðirnar í Reykjadal. Reykjadalur from Bjarney Ludviksdottir on Vimeo.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira