Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. janúar 2015 11:17 Úr sumarbúðunum. Vísir/Valli Tugir hafa skrifað undir mótmæli við uppsögn forstöðukonu í Reykjadal, þar sem styrktarfélag lamaðra- og fatlaðra heldur úti vetrar- og sumarbúðum fyrir fötluð börn. Framkvæmdastjóri styrktarfélagsins segir að verið sé að gera breytingar á starfinu og formaður stjórnar félagsins segir stjórnina ætla að koma saman í dag til að funda um málið. Hvorugur þeirra vill gefa upp ástæður uppsagnarinnar.Sagt upp eftir fæðingarorlof Forstöðukonunni, Sólveigu Hlín Sigurðardóttur, var sagt upp fljótlega eftir að viðkomandi kom úr fæðingarorlofi og segja þeir sem mótmæla uppsögninni að hún sé ómakleg. Einn þeirra sem gerir málið að umtalsefni er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Virðingin sem hún hefur áunnið sér meðal starfsmanna í Reykjadal er slík, að uppsögn hennar kom sem reiðarslag inn í hópinn,“ segir hann. Össur bætir við að tugir hafi mótmælt uppsögninni og segist skrifa um málið með leyfi Sólveigar. „Á rétt liðlega sólarhring skrifuðu ríflega sjötíu manns úr kjarnanum sem starfar við Reykjadal undir skjal þar sem uppsögninni er harðlega mótmælt,“ segir hann. Post by Össur Skarphéðinsson. Ákvörðun stjórnarinnar Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins, staðfestir að uppsögninni hafi verið mótmælt. Hann tjáir sig ekki um ástæður uppsagnarinnar að öðru leiti en að breytingar standi fyrir dyrum. Þá segir hann ákvörðunina hafa verið tekin af stjórn styrktarfélagsins. „Þetta var stjórnarákvörðun og það er komið bréf til stjórnarinnar,“ segir aðspurður um mótmæli við uppsögninni. Vilmundur vill ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar þar sem það sé persónulegt mál. „Við erum að breyta til þarna en ég vil ekki tjá mig um þetta núna, enda er þetta persónulegt mál. Auðvitað er alltaf hundleiðinlegt þegar þarf að gera svona.“Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins.Vísir/AntonRáðning til eins árs í senn Tímasetning uppsagnarinnar er meðal þess sem vakið hefur athygli en Sólveigu var sagt upp að nýloknu fæðingarorlofi. „Þetta hefur alltaf verið tímabundið starf frá ári til árs, skipað ungu fólki, og það var akkúrat komið að endurnýjun,“ segir hann aðspurður um tímasetninguna. „Svo er bara ekki hægt, ef að á að breyta til, þá töldu menn ekki stætt að gera það í orlofinu sjálfu.“ Vilmundur segir að þrátt fyrir breytingar eigi hann ekki von á öðru en að öflugt starf verði í Reykjadal.Funda um málið Baldvin Bjarnason, formaður stjórnar styrktarfélagsins, vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með Sólveigu. Hann segir að stjórnin ætli að koma saman til fundar um málið í dag og að hann ætli að tala við forstöðukonuna. „Ég ætla að reyna að hitta stjórnina á eftir og fara yfir þessi mál,“ segir hann. Í kjölfarið segist hann ætla að reyna að ræða við hana. Að neðan má sjá umfjöllun um sumarbúðirnar í Reykjadal. Reykjadalur from Bjarney Ludviksdottir on Vimeo. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Tugir hafa skrifað undir mótmæli við uppsögn forstöðukonu í Reykjadal, þar sem styrktarfélag lamaðra- og fatlaðra heldur úti vetrar- og sumarbúðum fyrir fötluð börn. Framkvæmdastjóri styrktarfélagsins segir að verið sé að gera breytingar á starfinu og formaður stjórnar félagsins segir stjórnina ætla að koma saman í dag til að funda um málið. Hvorugur þeirra vill gefa upp ástæður uppsagnarinnar.Sagt upp eftir fæðingarorlof Forstöðukonunni, Sólveigu Hlín Sigurðardóttur, var sagt upp fljótlega eftir að viðkomandi kom úr fæðingarorlofi og segja þeir sem mótmæla uppsögninni að hún sé ómakleg. Einn þeirra sem gerir málið að umtalsefni er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Virðingin sem hún hefur áunnið sér meðal starfsmanna í Reykjadal er slík, að uppsögn hennar kom sem reiðarslag inn í hópinn,“ segir hann. Össur bætir við að tugir hafi mótmælt uppsögninni og segist skrifa um málið með leyfi Sólveigar. „Á rétt liðlega sólarhring skrifuðu ríflega sjötíu manns úr kjarnanum sem starfar við Reykjadal undir skjal þar sem uppsögninni er harðlega mótmælt,“ segir hann. Post by Össur Skarphéðinsson. Ákvörðun stjórnarinnar Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins, staðfestir að uppsögninni hafi verið mótmælt. Hann tjáir sig ekki um ástæður uppsagnarinnar að öðru leiti en að breytingar standi fyrir dyrum. Þá segir hann ákvörðunina hafa verið tekin af stjórn styrktarfélagsins. „Þetta var stjórnarákvörðun og það er komið bréf til stjórnarinnar,“ segir aðspurður um mótmæli við uppsögninni. Vilmundur vill ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar þar sem það sé persónulegt mál. „Við erum að breyta til þarna en ég vil ekki tjá mig um þetta núna, enda er þetta persónulegt mál. Auðvitað er alltaf hundleiðinlegt þegar þarf að gera svona.“Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins.Vísir/AntonRáðning til eins árs í senn Tímasetning uppsagnarinnar er meðal þess sem vakið hefur athygli en Sólveigu var sagt upp að nýloknu fæðingarorlofi. „Þetta hefur alltaf verið tímabundið starf frá ári til árs, skipað ungu fólki, og það var akkúrat komið að endurnýjun,“ segir hann aðspurður um tímasetninguna. „Svo er bara ekki hægt, ef að á að breyta til, þá töldu menn ekki stætt að gera það í orlofinu sjálfu.“ Vilmundur segir að þrátt fyrir breytingar eigi hann ekki von á öðru en að öflugt starf verði í Reykjadal.Funda um málið Baldvin Bjarnason, formaður stjórnar styrktarfélagsins, vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með Sólveigu. Hann segir að stjórnin ætli að koma saman til fundar um málið í dag og að hann ætli að tala við forstöðukonuna. „Ég ætla að reyna að hitta stjórnina á eftir og fara yfir þessi mál,“ segir hann. Í kjölfarið segist hann ætla að reyna að ræða við hana. Að neðan má sjá umfjöllun um sumarbúðirnar í Reykjadal. Reykjadalur from Bjarney Ludviksdottir on Vimeo.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent