Innlent

Aðalsteina og Gunnhildur lausar úr fangelsi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stúlkurnar voru handteknar fyrir fíkniefnasmygl í Prag í Tékklandi árið 2012.
Stúlkurnar voru handteknar fyrir fíkniefnasmygl í Prag í Tékklandi árið 2012.
Aðalsteinu Líf Kjartansdóttur og Gunnhildi Svövu Guðmundsdóttur hefur verið veitt reynslulausn. Þetta hefur Vísir hefur staðfestum heimildum. Stúlkurnar voru framseldar til Íslands frá Tékklandi í lok nóvember á síðasta ári og hafa síðan þá setið í Kópavogsfangelsi. DV greindi fyrst frá málinu í morgun og hafði eftir eigin heimildum.

Stúlkurnar voru gripnar á flugvellinum í Prag með eiturlyf í fórum sínum. Myndirnar eru úr myndbandi sem lögreglan í Prag birti.
Stúlkurnar voru handteknar á Vaclav Havel-flugvellinum í Prag, höfuðborg Tékklands níunda nóvember 2012, á leið sinni frá Brasilíu. Þá voru þær átján ára gamlar. Í fórum þeirra fundust þrjú kíló af kókaíni, sem eru um sextíu þúsund söluskammtar samkvæmt tékkneskum dómstólum. 

Aðalsteina og Gunnhildur voru dæmdar til sjö og sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir smyglið en ástæða þess að önnur stúlknanna fékk þyngri dóm var sú að meira magn af kókaíni fannst í tösku hennar. Dómurinn var síðar mildaður í fjögur og hálft ár. 

Þær komu til Íslands í lok nóvembermánaðar að loknu framsalsferli sem hófst í júnímánuði. Stúlkurnar voru framseldar til Íslands á grundvelli Evrópusamnings um framsal fanga.


Tengdar fréttir

Unnið að því að fá Aðalsteinu og Gunnhildi heim

Unnið er að því að fá íslensku stúlkurnar sem afplána fangelsisdóma fyrir kókaínsmygl í Tékklandi, framseldar hingað til lands. Gert er ráð fyrir að formlegt framsalsferli hefjist á næstu dögum.

Dómur stúlknanna í Prag styttur

Stúlkurnar tvær, sem teknar voru fyrir fíkniefnasmygl í Prag í Tékklandi, áfrýjuðu dómnum og liggur nú endanlegur dómur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×