Innlent

Forsetinn sendir samúðarkveðju til Súðavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/brynjar
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í gærkvöldi, föstudaginn 16. janúar, svohljóðandi samúðarkveðju til samkoma í Súðavík og í Guðríðarkirkju í Reykjavík í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík:

„Kæru Súðvíkingar.

Ég sendi ykkur einlæga samúðarkveðju og votta minningu þeirra, sem létust í snjóflóðinu, virðingu íslensku þjóðarinnar.

Fjölskyldur þeirra og vinir, reyndar byggðin öll, hafa lengi átt um sárt að binda. Sum sár gróa aldrei, en samt munu Íslendingar um alla framtíð sækja kjark og fyrirmyndir til baráttunnar við náttúruöflin sem háð var í Súðavík, í endurreisn byggðarinnar og samstöðu íbúanna.“


Tengdar fréttir

Grafinn í flóðinu í sólarhring

20 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík, þar sem fjórtán létu lífið. 10 ára drengur, Tomasz Þór Veruson, grófst undir flóðinu en var bjargað fyrir kraftaverk nærri sólarhring seinna, hafði búið í þorpinu í tvö ár þegar hamfarirnar urðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×