Líkir árásum á múslima við árásir á útrásarvíkinga og stjórnmálamenn eftir bankahrun ingvar haraldsson skrifar 18. janúar 2015 19:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson að Íslendingar eigi ekki að hleypa fólki sem líklegt sé til afbrota, áreitinnar öfgastefnu eða leti inn í landið. vísir/stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkir árásum á múslima að undanförnu við árásir á banka- og stjórnmálamenn eftir bankahrunið í færslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í dag.„Mér finnst fyrir neðan allar hellur, þegar menn veitast að múslimum hér á landi vegna gerða öfgahópa erlendis. En muna menn ekki, hvernig veist var að ýmsum bankamönnum hér dagana og mánuðina eftir bankahrun, svo að sumir þeirra sáu þann kost vænstan að flytjast úr landi? Og hvernig safnast var saman fyrir framan hús ýmissa stjórnmálamanna til að ógna þeim, til dæmis hús Þorgerðar Katrínar og Steinunnar Valdísar? Hvar var hneykslast á því?“ segir í færslu Hannesar. Færslan hefur vakið talsverða athygli en 91 hefur látið sér líka við færsluna og fjölmargar hafa skrifað athugasemdir við hana. Í einni athugasemd segir Hannes að duglegir innflytjendur sé mikilvægir og æskilegir. „En þeir verða að semja sig (upp að einhverju lágmarki) að siðum þeirrar þjóðar, sem þeir vilja setjast að hjá. Auðvitað megum við halda þorrablót í Kaliforníu og innflytjendur halda tunglhátíðir hér. En það er fráleitt, að við þurfum að hætta að bjóða upp á svínakjöt í skólum eða taka niður jólatré eða láta undan óskum um, að kvenkennarar kenni ekki unglingum frá Arabalöndunum. Hér eru ákveðnir siðir, sem við viljum ekki hverfa frá, til dæmis trúfrelsi, prentfrelsi og jafnrétti kynjanna,“ segir Hannes.Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segist ekki hafa orðið var við að íslenskir múslimar hafa orðið neinum til ama.vísir/valliSegir kvennfyrirlitningu algengari innan íslam Áfram heldur Hannes í athugsemd og segir: „Við verðum hins vegar að gera þær kröfur til íslenskra múslima, að þeir virði það frelsi, sem við höfum barist fyrir og okkur er dýrmætt. Þar megum við ekki slaka á. Og við eigum ekki að hleypa inn í landið fólki, sem líklegt er til afbrota, áreitinnar öfgastefnu eða leti og ómennsku á kostnað almennings. Landið á ekki að vera galopið.“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur tekur ekki undir þessi orð Hannesar og segir: „Ég hef ekki orðið var við annað en að þeir 1500 múslímar sem búa á Íslandi séu friðsamt fólk og engum til ama.“ Hannes segir að múslimar hér á landi séu að líkindum eins misjafnir og þeir séu margir. „Eflaust eru í þessum 1500 manna hópi jafnmargir góðir og vondir einstaklingar og í öðrum jafnfjölmennum hópum. En til þess eru vítin að varast þau. Lítum á dæmi Hollendinga og Dana. Þeir hafa sýnt þeim þremur hópum, sem ég nefndi (áreitnum öfgamönnum,letingjum og afbrotamönnum) allt of mikla linkind. Ef menn úr þessum hópum njóta ekki verndar ríkisborgararéttarins (sem flækir auðvitað málið talsvert), þá á að vísa þeim tafarlaust úr landi.“Sammmanlegir brestir Guðjón svara um hæl að öfgamenn, letingjar og afbrotamenn tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum, þetta séu sammannlegir brestir. Hannes segir þá að sé alveg rétt hjá Guðjóni að slíkir einstaklingar tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum. „...en það er óþarfi að hleypa slíku fólki inn í löndin,“ segir Hannes og bætir við: Og reynslan sýnir, að margir múslimar eiga erfiðara með að laga sig að siðum okkar en margir aðrir hópar. Til dæmis er kvenfyrirlitning þar algengari en í mörgum öðrum trúarbrögðum. Eflaust má ekki segja þetta, en það blasir við. Ég hef ekki orðið var við, að Búddatrúarmenn eða aðrir slíkir hópar hafi haft í frammi sömu áreitni og sumir múslimar,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn. Post by Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Tengdar fréttir Taka þarf á málefnum útlendinga af festu Hannes Hólmsteinn Gissurason vill draga úr hinni evrópsku samrunaþróun. 16. september 2014 19:30 Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið Prófessorinn telur rannsóknaraðila „láta um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað er af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki.“ 27. ágúst 2014 18:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkir árásum á múslima að undanförnu við árásir á banka- og stjórnmálamenn eftir bankahrunið í færslu sem hann setti inn á Facebook fyrr í dag.„Mér finnst fyrir neðan allar hellur, þegar menn veitast að múslimum hér á landi vegna gerða öfgahópa erlendis. En muna menn ekki, hvernig veist var að ýmsum bankamönnum hér dagana og mánuðina eftir bankahrun, svo að sumir þeirra sáu þann kost vænstan að flytjast úr landi? Og hvernig safnast var saman fyrir framan hús ýmissa stjórnmálamanna til að ógna þeim, til dæmis hús Þorgerðar Katrínar og Steinunnar Valdísar? Hvar var hneykslast á því?“ segir í færslu Hannesar. Færslan hefur vakið talsverða athygli en 91 hefur látið sér líka við færsluna og fjölmargar hafa skrifað athugasemdir við hana. Í einni athugasemd segir Hannes að duglegir innflytjendur sé mikilvægir og æskilegir. „En þeir verða að semja sig (upp að einhverju lágmarki) að siðum þeirrar þjóðar, sem þeir vilja setjast að hjá. Auðvitað megum við halda þorrablót í Kaliforníu og innflytjendur halda tunglhátíðir hér. En það er fráleitt, að við þurfum að hætta að bjóða upp á svínakjöt í skólum eða taka niður jólatré eða láta undan óskum um, að kvenkennarar kenni ekki unglingum frá Arabalöndunum. Hér eru ákveðnir siðir, sem við viljum ekki hverfa frá, til dæmis trúfrelsi, prentfrelsi og jafnrétti kynjanna,“ segir Hannes.Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segist ekki hafa orðið var við að íslenskir múslimar hafa orðið neinum til ama.vísir/valliSegir kvennfyrirlitningu algengari innan íslam Áfram heldur Hannes í athugsemd og segir: „Við verðum hins vegar að gera þær kröfur til íslenskra múslima, að þeir virði það frelsi, sem við höfum barist fyrir og okkur er dýrmætt. Þar megum við ekki slaka á. Og við eigum ekki að hleypa inn í landið fólki, sem líklegt er til afbrota, áreitinnar öfgastefnu eða leti og ómennsku á kostnað almennings. Landið á ekki að vera galopið.“ Guðjón Friðriksson sagnfræðingur tekur ekki undir þessi orð Hannesar og segir: „Ég hef ekki orðið var við annað en að þeir 1500 múslímar sem búa á Íslandi séu friðsamt fólk og engum til ama.“ Hannes segir að múslimar hér á landi séu að líkindum eins misjafnir og þeir séu margir. „Eflaust eru í þessum 1500 manna hópi jafnmargir góðir og vondir einstaklingar og í öðrum jafnfjölmennum hópum. En til þess eru vítin að varast þau. Lítum á dæmi Hollendinga og Dana. Þeir hafa sýnt þeim þremur hópum, sem ég nefndi (áreitnum öfgamönnum,letingjum og afbrotamönnum) allt of mikla linkind. Ef menn úr þessum hópum njóta ekki verndar ríkisborgararéttarins (sem flækir auðvitað málið talsvert), þá á að vísa þeim tafarlaust úr landi.“Sammmanlegir brestir Guðjón svara um hæl að öfgamenn, letingjar og afbrotamenn tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum, þetta séu sammannlegir brestir. Hannes segir þá að sé alveg rétt hjá Guðjóni að slíkir einstaklingar tengist ekki einum trúarbrögðum fremur en öðrum. „...en það er óþarfi að hleypa slíku fólki inn í löndin,“ segir Hannes og bætir við: Og reynslan sýnir, að margir múslimar eiga erfiðara með að laga sig að siðum okkar en margir aðrir hópar. Til dæmis er kvenfyrirlitning þar algengari en í mörgum öðrum trúarbrögðum. Eflaust má ekki segja þetta, en það blasir við. Ég hef ekki orðið var við, að Búddatrúarmenn eða aðrir slíkir hópar hafi haft í frammi sömu áreitni og sumir múslimar,“ segir stjórnmálafræðiprófessorinn. Post by Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Tengdar fréttir Taka þarf á málefnum útlendinga af festu Hannes Hólmsteinn Gissurason vill draga úr hinni evrópsku samrunaþróun. 16. september 2014 19:30 Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið Prófessorinn telur rannsóknaraðila „láta um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað er af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki.“ 27. ágúst 2014 18:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira
Taka þarf á málefnum útlendinga af festu Hannes Hólmsteinn Gissurason vill draga úr hinni evrópsku samrunaþróun. 16. september 2014 19:30
Hannes Hólmsteinn: Aðförin að Hönnu Birnu minnir á Geirfinnsmálið Prófessorinn telur rannsóknaraðila „láta um of stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað er af æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki.“ 27. ágúst 2014 18:00