Taka þarf á málefnum útlendinga af festu Hjörtur Hjartarson skrifar 16. september 2014 19:30 Hannes Hólmsteinn Gissurason segir að sú þróun sem á sér stað í stjórnmálunum á Norðurlöndum hljóti að vera íslenskum hægri mönnum umhugsunarefni. Löndin hafi tekið of mikinn þátt í hinni evrópsku samrunaþróun sem aftur hefur leitt af sér gremju og útlendingahatur. Um 800 þúsund Svíar greiddu Svíþjóðardemókrötum atkvæði sitt í kosningunum um helgina. Flokkurinn hefur lengi verið sakaður um rasisma og að ala á andúð á útlendingum, en eitt helsta baráttumál flokksins er að draga úr flæði innflytjenda til Svíþjóðar. Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor við Háskóla Íslands skrifar um kosningarnar í Svíþjóð á bloggsvæði sínu á Pressunni. Þar segir hann að efnahagsstefna hægriflokkanna hafi ekki beðið ósigur heldur hafi málstaður Svíþjóðardemókrata borið sigur úr býtum rétt eins og á fleiri stöðum í Evrópu. Þá segir Hannes:„Þessi þróun hýtur að vera íslenskum hægri mönnum umhugsunarefni. Skilaboðin eru skýr.“En hvað á Hannes við með þessum orðum? „Hægri flokkar, borgarlegir flokkar á Norðurlöndunum og í Bretlandi þurfa að hugsa sinn gang. Þeir hafa tekið mikinn þátt í þessari evrópsku samrunaþróun og þeir hafa opnað þessi lönd upp á gátt fyrir útlendingum og það hefur valdið gremju og sú gremja hefur farið í rangan farveg,“ segir Hannes Hólmsteinn. Nánar tiltekið í farveg útlendingahaturs og ofstækis og það sé vandamál sem verði að taka á. „Ég held að þeir geti gert það með því að hægja á þessari samrunaþróun í Evrópusambandinu og með því að hleypa þeim útlendingum inni í þessi lönd sem eiga erindi til okkar því vissulega eigum við að bjóða duglegt og hæfileikaríkt fólk frá útlöndum velkomið. En misyndismenn og fólk sem vill aðeins lifa á öðrum og fólk sem vill troða sínum ófrjálslyndu sjónarmiðum upp á okkur, það á ekki að vera velkomið í þessum löndum og það á að taka miklu strangar á þeim málum en gert hefur verið fram að þessu.“ Hannes segir að fólk sem sé sama sinnis og hann, vera hrætt við að opinbera áðurnefnd sjónarmið. „Það dynur á þeim alls konar skammaryrði en við leysum úr þessum erfiðu málum með skömmum heldur með rökum og með því að taka á þeim með festu og með því að verja það frelsi sem við höfum áunnið okkur á vesturlöndum með mikilli baráttu í þúsund ár,“ segir Hannes Hólmsteinn. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurason segir að sú þróun sem á sér stað í stjórnmálunum á Norðurlöndum hljóti að vera íslenskum hægri mönnum umhugsunarefni. Löndin hafi tekið of mikinn þátt í hinni evrópsku samrunaþróun sem aftur hefur leitt af sér gremju og útlendingahatur. Um 800 þúsund Svíar greiddu Svíþjóðardemókrötum atkvæði sitt í kosningunum um helgina. Flokkurinn hefur lengi verið sakaður um rasisma og að ala á andúð á útlendingum, en eitt helsta baráttumál flokksins er að draga úr flæði innflytjenda til Svíþjóðar. Hannes Hólmsteinn Gissurason, prófessor við Háskóla Íslands skrifar um kosningarnar í Svíþjóð á bloggsvæði sínu á Pressunni. Þar segir hann að efnahagsstefna hægriflokkanna hafi ekki beðið ósigur heldur hafi málstaður Svíþjóðardemókrata borið sigur úr býtum rétt eins og á fleiri stöðum í Evrópu. Þá segir Hannes:„Þessi þróun hýtur að vera íslenskum hægri mönnum umhugsunarefni. Skilaboðin eru skýr.“En hvað á Hannes við með þessum orðum? „Hægri flokkar, borgarlegir flokkar á Norðurlöndunum og í Bretlandi þurfa að hugsa sinn gang. Þeir hafa tekið mikinn þátt í þessari evrópsku samrunaþróun og þeir hafa opnað þessi lönd upp á gátt fyrir útlendingum og það hefur valdið gremju og sú gremja hefur farið í rangan farveg,“ segir Hannes Hólmsteinn. Nánar tiltekið í farveg útlendingahaturs og ofstækis og það sé vandamál sem verði að taka á. „Ég held að þeir geti gert það með því að hægja á þessari samrunaþróun í Evrópusambandinu og með því að hleypa þeim útlendingum inni í þessi lönd sem eiga erindi til okkar því vissulega eigum við að bjóða duglegt og hæfileikaríkt fólk frá útlöndum velkomið. En misyndismenn og fólk sem vill aðeins lifa á öðrum og fólk sem vill troða sínum ófrjálslyndu sjónarmiðum upp á okkur, það á ekki að vera velkomið í þessum löndum og það á að taka miklu strangar á þeim málum en gert hefur verið fram að þessu.“ Hannes segir að fólk sem sé sama sinnis og hann, vera hrætt við að opinbera áðurnefnd sjónarmið. „Það dynur á þeim alls konar skammaryrði en við leysum úr þessum erfiðu málum með skömmum heldur með rökum og með því að taka á þeim með festu og með því að verja það frelsi sem við höfum áunnið okkur á vesturlöndum með mikilli baráttu í þúsund ár,“ segir Hannes Hólmsteinn.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira