Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2015 13:08 Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, voru á meðal leikara í skaupinu 2014. mynd/ruv Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“ Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“
Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00