Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2015 13:08 Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, voru á meðal leikara í skaupinu 2014. mynd/ruv Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“ Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“
Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00