Enski boltinn

Fullyrt að Gerrard fari til LA Galaxy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Allt útlit er fyrir að Steven Gerrard muni feta í fótspor David Beckham og spila með LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni. Þetta er fullyrt á vef BBC.

Gerrard hefur spilað með Liverpool allan sinn feril en talið er að hann muni þéna um sex milljónir punda - tæplega 1,2 milljarða króna - á samningnum við LA Galaxy.

Hann tilkynnti á föstudag að hann myndi ekki framlengja samning sinn við Liverpool en hann rennur út í lok tímabilsins. Stuttu síðar staðfesti hann að hann muni halda til Bandaríkjanna en búist er við því að LA Galaxy staðfesti tíðindi síðar í vikunni.

David Beckham spilaði með LA Galaxy í fimm ár en Írinn Robbie Keane, fyrrum samherji Gerrard hjá Liverpool, er nú á mála hjá félaginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×