Fjórar ungar vísindakonur verðlaunaðar fyrir rannsóknir Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 14:08 Verðlaunahafarnir fjórir. Frá vinstri: Ólöf Birna Ólafsdóttir, Heiða María Sigurðardóttir, Ellen Alma Tryggvadóttir og Eydís Einarsdóttir. mynd/HÍ Fjórar ungar vísindakonur voru verðlaunaðar fyrir rannsóknarverkefni sín á sautjándu ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands en þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Verðlaunin voru afhent við slit ráðstefnunnar á Háskólatorgi þann 6. janúar síðastliðinn.Ellen Alma Tryggvadóttir, M.Sc. í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild, hlaut verðlaun velferðarráðuneytisins, til ungs og efnilegs vísindamanns fyrir verkefni á sviði forvarna eða heilsueflingar, fyrir verkefnið „Fæðuval íslenskra kvenna á meðgöngu og tengsl við meðgöngusykursýki“. Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins, flutti ávarp og afhenti verðlaunin.Heiða María Sigurðardóttir, nýdoktor við Sálfræðideild, hlaut verðlaun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til ungs og efnilegs vísindamanns. Á ráðstefnunni flutti hún erindið „Röskun á sjónrænum hluta- og andlitskennslum í lesblindu: Skert starfsemi kviðlægs sjónstraums?“. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp og afhenti verðlaunin.Frá vinstri: Fanney Þórsdóttir, formaður ráðstefnunefndar, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Sighvatur Sævar Árnason, dósent við Læknadeild, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Ólöf Birna Ólafsdóttir, Heiða María Sigurðardóttir, Ellen Alma Tryggvadóttir, Eydís Einarsdóttir, Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins, Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs.mynd/HÍEydís Einarsdóttir, doktorsnemi við Lyfjafræðideild, hlaut verðlaun úr Þorkelssjóði, til ungs námsmanns fyrir verkefni á sviði lyfja- og eiturefnafræði, fyrir verkefnið „Nýjar N-acil-dópamín afleiður úr svampdýrinu Myxilla incrustans sem var á Strýtunum í Eyjafirði“. Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti Læknadeildar og formaður valnefndar, flutti ávarp og Kristín Ólafsdóttir, dósent við Læknadeild, afhenti verðlaunin.Ólöf Birna Ólafsdóttir, doktorsnemi við Læknadeild, hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar, sem veitt eru af Félagi íslenskra lífeðlisfræðinga, til ungs og efnilegs vísindamanns fyrir verkefni á sviði lífeðlisfræði eða skyldra greina, fyrir verkefnið „Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun 100% O2 í heilbrigðum einstaklingum og glákusjúklingum“. Sighvatur Sævar Árnason, dósent við Læknadeild, flutti ávarp og afhenti verðlaunin. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Fjórar ungar vísindakonur voru verðlaunaðar fyrir rannsóknarverkefni sín á sautjándu ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands en þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Verðlaunin voru afhent við slit ráðstefnunnar á Háskólatorgi þann 6. janúar síðastliðinn.Ellen Alma Tryggvadóttir, M.Sc. í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild, hlaut verðlaun velferðarráðuneytisins, til ungs og efnilegs vísindamanns fyrir verkefni á sviði forvarna eða heilsueflingar, fyrir verkefnið „Fæðuval íslenskra kvenna á meðgöngu og tengsl við meðgöngusykursýki“. Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins, flutti ávarp og afhenti verðlaunin.Heiða María Sigurðardóttir, nýdoktor við Sálfræðideild, hlaut verðlaun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til ungs og efnilegs vísindamanns. Á ráðstefnunni flutti hún erindið „Röskun á sjónrænum hluta- og andlitskennslum í lesblindu: Skert starfsemi kviðlægs sjónstraums?“. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp og afhenti verðlaunin.Frá vinstri: Fanney Þórsdóttir, formaður ráðstefnunefndar, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Sighvatur Sævar Árnason, dósent við Læknadeild, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Ólöf Birna Ólafsdóttir, Heiða María Sigurðardóttir, Ellen Alma Tryggvadóttir, Eydís Einarsdóttir, Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins, Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs.mynd/HÍEydís Einarsdóttir, doktorsnemi við Lyfjafræðideild, hlaut verðlaun úr Þorkelssjóði, til ungs námsmanns fyrir verkefni á sviði lyfja- og eiturefnafræði, fyrir verkefnið „Nýjar N-acil-dópamín afleiður úr svampdýrinu Myxilla incrustans sem var á Strýtunum í Eyjafirði“. Magnús Karl Magnússon, prófessor og deildarforseti Læknadeildar og formaður valnefndar, flutti ávarp og Kristín Ólafsdóttir, dósent við Læknadeild, afhenti verðlaunin.Ólöf Birna Ólafsdóttir, doktorsnemi við Læknadeild, hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar, sem veitt eru af Félagi íslenskra lífeðlisfræðinga, til ungs og efnilegs vísindamanns fyrir verkefni á sviði lífeðlisfræði eða skyldra greina, fyrir verkefnið „Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun 100% O2 í heilbrigðum einstaklingum og glákusjúklingum“. Sighvatur Sævar Árnason, dósent við Læknadeild, flutti ávarp og afhenti verðlaunin.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira