Innlent

Stofna friðarsetur í Reykjavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands skrifuðu í morgun undir samstarfssamning varðandi undirbúning stofnunar friðarseturs. Setrið á að taka til starfa í haust og verður hýst innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Í tilkynningu segir að markmið friðarsetursins sé „að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti unnið að friði hér heima og að heima. Með starfi friðarseturs verði stuðlað að uppbyggilegum samskiptum, minnkandi ofbeldi og friðsamlegum samskiptum ríkja og alþjóðastofnana.“

Ráðgjafanefnd setursins var viðstödd undirritun samstarfssamningsins í dag en hana skipa Jón Gnarr, sem er formaður hennar, Silja Bára Ómarsdóttir fyrir hönd Háskóla Íslands og Svanhildur Konráðsdóttir fyrir hönd Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×