Innlent

Aflífa þurfti hross sem ekið var á

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kalla þurfti út dýralækni til að aflífa hrossið en bifreiðin var dregin burt með kranabíl.
Kalla þurfti út dýralækni til að aflífa hrossið en bifreiðin var dregin burt með kranabíl.
Kveikt var í ruslatunnu sem eyðilagðist í Reykjavík í nótt en nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin sólahring.

Bifreið var ekið á hús en fljúgandi hálka var á götunni þar sem óhappið varð.

Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um að nokkur hross væru á Vesturlandsvegi. Ekið var á eitt þeirra og þurfti að kalla út dýralækni til að aflífa hrossið en bifreiðin var dregin burt með kranabíl.

Rétt eftir kvöldmatarleytið í gær ók ölvaður ökumaður aftan á aðra bifreið í miðbænum. Lítið tjón var á bílnum og engin slys á fólki. Ökumaðurinn var talsvert ölvaður og má eiga von á ökuréttarsviptingar.

Allnokkuð var um að lögregla þyrfti að taka númer af bifreiðum sem alla jafna voru óskoðaðar eða í sumum tilvikum ótryggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×