Innlent

Formaðurinn ánægður með nýjan samning við skurðlækna

Frá undirritun samnings í nótt. Helgi Kjartan Sigurðsson er annar frá vinstri.
Frá undirritun samnings í nótt. Helgi Kjartan Sigurðsson er annar frá vinstri. Vísir/Sindri
Samningar á milli Skurðlæknafélags Íslands og Samninganefndar ríkisins tókust rétt eftir miðnætti í nótt.  Samningurinn hefur verið undirritaður og fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum aflýst. Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands segist ánægður með samninginn og segist hann telja að félagar hans muni samþykkja hann þegar hann verður borinn undir atkvæði. 

Aðspurður hvort samningurinn sé svipaður og sá sem gerður var við Læknafélag Íslands í gær segir Helgi Kjartan: „Eðlilega fylgist þetta að, þetta er á svipuðum nótum, ég myndi ætla það. Nú tökum við til við að sinna okkar skjólstæðingum, kynna samninginn og frestum hinu afboðaða verkfalli.“

Helgi vildi í nótt ekkert segja um innihald samningsins, fyrst verði að kynna hann fyrir félagsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×