Innlent

Enginn með stöðu sakbornings vegna árásar á Benna Ólsara

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan rannsakar enn árásina á Benjamín Þór Þorgrímsson.
Lögreglan rannsakar enn árásina á Benjamín Þór Þorgrímsson. Vísir
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á líkamsárás sem Benjamín Þór Þorgrímsson varð fyrir við Sporthúsið í Kópavogi 10. desember síðastliðinn stendur enn yfir. Þetta segir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hún segir engan hafa réttarstöðu sakbornings í málinu enn sem komið er.

Hún gat ekki svarað þeirri spurningu hvort einhverjir hefðu verið handteknir eða yfirheyrði vegna málsins en sagt var frá því að hópur hettuklæddra manna hefði ráðist á Benjamín, betur þekktur sem Benni Ólsari, og barið hann með kylfum.

Benni var illa útleikinn í andlitinu eftir árásina.
Benjamín þurfti að fara á sjúkrahús eftir árásina og greindi frá því í samtali við Vísi í desember að hann hefði nefbrotnað í árásinni og bar á innvortis blæðingu eftir hana. „Svo er ég bara lemstraður út um allt. Þeir voru vopnaðir kylfum. Ég reyndi bara að verja á mér andlitið til að detta ekki út,“ sagði Benjamín. 


Tengdar fréttir

Benni Ólsari tjáir sig um árásina

"Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja,“ segir Benni Ólsari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×