Segir of langan vinnutíma bitna á einkalífi fólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 14:50 Ýmsir kannast eflaust við það hversu erfitt það getur verið að samræma vinnu og einkalíf. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna helst þá að Íslendingar séu með of langan vinnutíma sem komi til af því að grunnkaup fyrir dagvinnu er tiltölulega lágt. „Fólk er að bæta sér upp þetta lága dagvinnukaup með því að vinna langan vinnutíma en það er síðan vel þekkt fyrirbæri að þar sem vinnutími er langur, þar er framleiðni lítil. Þá koma atvinnrurekendur og segja: „Hér er alltof lítil framleiðni, það er ekki hægt að hækka kaupið.“ Þetta verður því nokkurs konar vítahringur sem við erum föst í og fórnarlambið í þessu er svo heimilislífið, einkalífið,“ sagði Stefán. Stefán benti á að þessi langi vinnutími lenti með nokkrum þunga á Íslendingum, ekki síst vegna þess að hér er langalgengast að það séu tvær fyrirvinnur á heimili: „Þegar það eru tvær fyrirvinnur á heimili og vinnutíminn langur, kannski sérstaklega hjá körlunum, svo bætist við að Íslendingar eiga frekar mörg börn miðað við aðrar þjóðir, þá verður álagið á heimilunum dálítið mikið. Við erum satt að segja dálítið gamaldags í þessu. Mér finnst þetta vera tímaskekkja.“ Stefán sagði að lausnin út úr vítahringnum fælist í skipulagsbreytingu á vinnumarkaði þar sem vinnutími yrði styttur, framleiðni aukin og grunnkaup hækkað. „Ef við setjum allt þjóðfélagið í svona framleiðniaukningarátak að þá er þetta ekki nein ógnun við verðbólgu eða neitt slíkt. Þetta er svona kjarastefna sem ég hefði viljað sjá bæði atvinnurekendur og launþegahreyfinguna sameinast um. Þetta er skynsama leiðin til að bæta kjörin án þess að sprengja allt í loft upp.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Ýmsir kannast eflaust við það hversu erfitt það getur verið að samræma vinnu og einkalíf. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna helst þá að Íslendingar séu með of langan vinnutíma sem komi til af því að grunnkaup fyrir dagvinnu er tiltölulega lágt. „Fólk er að bæta sér upp þetta lága dagvinnukaup með því að vinna langan vinnutíma en það er síðan vel þekkt fyrirbæri að þar sem vinnutími er langur, þar er framleiðni lítil. Þá koma atvinnrurekendur og segja: „Hér er alltof lítil framleiðni, það er ekki hægt að hækka kaupið.“ Þetta verður því nokkurs konar vítahringur sem við erum föst í og fórnarlambið í þessu er svo heimilislífið, einkalífið,“ sagði Stefán. Stefán benti á að þessi langi vinnutími lenti með nokkrum þunga á Íslendingum, ekki síst vegna þess að hér er langalgengast að það séu tvær fyrirvinnur á heimili: „Þegar það eru tvær fyrirvinnur á heimili og vinnutíminn langur, kannski sérstaklega hjá körlunum, svo bætist við að Íslendingar eiga frekar mörg börn miðað við aðrar þjóðir, þá verður álagið á heimilunum dálítið mikið. Við erum satt að segja dálítið gamaldags í þessu. Mér finnst þetta vera tímaskekkja.“ Stefán sagði að lausnin út úr vítahringnum fælist í skipulagsbreytingu á vinnumarkaði þar sem vinnutími yrði styttur, framleiðni aukin og grunnkaup hækkað. „Ef við setjum allt þjóðfélagið í svona framleiðniaukningarátak að þá er þetta ekki nein ógnun við verðbólgu eða neitt slíkt. Þetta er svona kjarastefna sem ég hefði viljað sjá bæði atvinnurekendur og launþegahreyfinguna sameinast um. Þetta er skynsama leiðin til að bæta kjörin án þess að sprengja allt í loft upp.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira