Segir of langan vinnutíma bitna á einkalífi fólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 14:50 Ýmsir kannast eflaust við það hversu erfitt það getur verið að samræma vinnu og einkalíf. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna helst þá að Íslendingar séu með of langan vinnutíma sem komi til af því að grunnkaup fyrir dagvinnu er tiltölulega lágt. „Fólk er að bæta sér upp þetta lága dagvinnukaup með því að vinna langan vinnutíma en það er síðan vel þekkt fyrirbæri að þar sem vinnutími er langur, þar er framleiðni lítil. Þá koma atvinnrurekendur og segja: „Hér er alltof lítil framleiðni, það er ekki hægt að hækka kaupið.“ Þetta verður því nokkurs konar vítahringur sem við erum föst í og fórnarlambið í þessu er svo heimilislífið, einkalífið,“ sagði Stefán. Stefán benti á að þessi langi vinnutími lenti með nokkrum þunga á Íslendingum, ekki síst vegna þess að hér er langalgengast að það séu tvær fyrirvinnur á heimili: „Þegar það eru tvær fyrirvinnur á heimili og vinnutíminn langur, kannski sérstaklega hjá körlunum, svo bætist við að Íslendingar eiga frekar mörg börn miðað við aðrar þjóðir, þá verður álagið á heimilunum dálítið mikið. Við erum satt að segja dálítið gamaldags í þessu. Mér finnst þetta vera tímaskekkja.“ Stefán sagði að lausnin út úr vítahringnum fælist í skipulagsbreytingu á vinnumarkaði þar sem vinnutími yrði styttur, framleiðni aukin og grunnkaup hækkað. „Ef við setjum allt þjóðfélagið í svona framleiðniaukningarátak að þá er þetta ekki nein ógnun við verðbólgu eða neitt slíkt. Þetta er svona kjarastefna sem ég hefði viljað sjá bæði atvinnurekendur og launþegahreyfinguna sameinast um. Þetta er skynsama leiðin til að bæta kjörin án þess að sprengja allt í loft upp.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Ýmsir kannast eflaust við það hversu erfitt það getur verið að samræma vinnu og einkalíf. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna helst þá að Íslendingar séu með of langan vinnutíma sem komi til af því að grunnkaup fyrir dagvinnu er tiltölulega lágt. „Fólk er að bæta sér upp þetta lága dagvinnukaup með því að vinna langan vinnutíma en það er síðan vel þekkt fyrirbæri að þar sem vinnutími er langur, þar er framleiðni lítil. Þá koma atvinnrurekendur og segja: „Hér er alltof lítil framleiðni, það er ekki hægt að hækka kaupið.“ Þetta verður því nokkurs konar vítahringur sem við erum föst í og fórnarlambið í þessu er svo heimilislífið, einkalífið,“ sagði Stefán. Stefán benti á að þessi langi vinnutími lenti með nokkrum þunga á Íslendingum, ekki síst vegna þess að hér er langalgengast að það séu tvær fyrirvinnur á heimili: „Þegar það eru tvær fyrirvinnur á heimili og vinnutíminn langur, kannski sérstaklega hjá körlunum, svo bætist við að Íslendingar eiga frekar mörg börn miðað við aðrar þjóðir, þá verður álagið á heimilunum dálítið mikið. Við erum satt að segja dálítið gamaldags í þessu. Mér finnst þetta vera tímaskekkja.“ Stefán sagði að lausnin út úr vítahringnum fælist í skipulagsbreytingu á vinnumarkaði þar sem vinnutími yrði styttur, framleiðni aukin og grunnkaup hækkað. „Ef við setjum allt þjóðfélagið í svona framleiðniaukningarátak að þá er þetta ekki nein ógnun við verðbólgu eða neitt slíkt. Þetta er svona kjarastefna sem ég hefði viljað sjá bæði atvinnurekendur og launþegahreyfinguna sameinast um. Þetta er skynsama leiðin til að bæta kjörin án þess að sprengja allt í loft upp.“ Hlusta má á viðtalið við Stefán í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira