Innlent

Bílþjófnaður upplýstist við reglubundið eftirlit

Gissur Sigurðsson skrifar
mynd/lögreglan
Þegar lögreglan stöðvaði bíl við reglubundið eftirlit um klukkan hálf tvö í nótt, kom í ljós að bíllinn var stolinn.

Ökumaðurinn og farþegi hans voru vistaðir í fangageymslum og bíða þess að verða yfirheyrðir vegna málsins, en bíllinn kemst til skila.

Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr verslun í Austurborginni um þrjú leitið í nótt en þjófurinn komst undan með þýfið. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hverju hann stal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×