Innlent

Rafmagnslaust á stórum hluta Suðurlands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Að sögn veðurfræðings á vakt má búast við eldingum hér og þar um suðvestanvert landið í dag.
Að sögn veðurfræðings á vakt má búast við eldingum hér og þar um suðvestanvert landið í dag. Vísir/Stefán
Rafmagnslaust varð á stórum hluta Suðurlands og í Vestmannaeyjum uppúr klukkan ellefu í gærkvöldi eftir að eldingu sló niður í spennivirki Rafmagnsveitu ríkisins við Hvolsvöll með þeim afleiðingum að öllu sló út.

Stór hluti Rangárvalla allt austur í Vík og Eyjarnar  voru myrkvuð í um það bil tvær klukkustundir á meðan unnið var að viðgerðum. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hversu mikið tjón varð í spennistöðinni.

Þó nokkrar eldingar urðu þarna samfara því að éljabakki gekk þar yfir  og sömuleiðis varð eldinga vart á Snæfellsnesi í gærkvöldi, en ekki er vitað um tjón þar.

Að sögn veðurfræðings á vakt má búast við eldingum hér og þar um suðvestanvert landið í dag,  eða á meðan óstöðug suðvestanátt er ríkjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×