Innlent

Fékk kristilega kraftaverkasögu senda í pósti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sendandinn er nafnlaus en Líf segir að hann vilji henni eflaust vel.
Sendandinn er nafnlaus en Líf segir að hann vilji henni eflaust vel. Mynd/Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, fékk sögu af kristilegu kraftaverki senda heim til sín í pósti í gær. Hún deilir mynd af bréfinu á Facebook-síðu sinni og segist í samtali við Vísi þakka sendandanum kærlega fyrir.

„Þetta er nafnlaus sendandi sem vill mér eflaust vel. Bréfið er kraftaverkasaga en það voru svo sem engin persónuleg skilaboð til mín þó að skilaboðin séu í sjálfu sér alveg skýr,“ segir Líf.

Fyrir jólin gagnrýndi Líf kirkjuheimsóknir grunnskólabarna í Reykjavík en hún segir það fyndið að aldrei komið fram hverjar hennar persónulegu trúarskoðanir séu.

„Fólk gefur sér svolítið mikið í þessari umræðu en ég er bara opin fyrir öllu. Svona sendingar eru fínar og ég skil þær vel, þetta er auðvitað bara leið til að bera út trúarboðskap og það er allt í góðu."

Í ummælum við myndina sem Líf deildi á Facebook kemur fram að fleiri hafi fengið svipaðar sendingar í pósti, þar á meðal Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×