Foreldrar ræði við unglinga um Saurlífi Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2015 16:23 Þórunn Vignisdóttir er forstöðukona Laugó, félagsmiðstöðvar Laugalækjarskóla. Aðstandendur unglinga í Laugardals- og Háaleitishverfum fengu nýlega bréf skólum í hverfunum þar sem þeir eru hvattir til að ræða við unglinga sína um það efni sem birtist á Snapchat-aðganginum Saurlífi. „Ég held að foreldrarnir séu mjög þakklátir að fá að heyra af þessu. Við sem vinnum á félagsmiðstöðinni erum kannski nær krökkunum í þessum málum. Við heyrum kannski oftar af svona hlutum en foreldrar jafnvel,“ segir Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona Laugó, félagsmiðstöðvar Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi um bréfið.Senda inn hvers kyns saurlífi og ólifnaðÁ Saurlífi eru fylgjendur aðgangsins hvattir til að senda inn hvers kyns saurlífi og ólifnað og geta þeir sem fylgja Saurlífi á Snapchat skoðað þessar myndir eða myndskeið í allt að sólarhring eftir að þau birtast. „Það eru mjög svæsnir hlutir inn á þessu. Þetta er klámfengið efni og það er verið að auglýsa eiturlyfjaneyslu, þannig að það verður náttúrlega að ræða við krakkana um þessa hluti þegar þau sjá þá, og það sjá þetta allir unglingar. Allir unglingar fara inn á þetta og núna vitum við með upplýsingum frá krökkunum að þegar þessum aðgangi verður lokað þá verður örugglega einhvern annar opnaður í staðinn, sem er alltaf þannig. Svona hlutir hverfa aldrei, það kemur bara einhver annar aðgangur í staðinn,“ segir Þórunn og hvetur aðstandendur unglinga til að ræða þessa hluti við þá.Vísir/Getty„Það verður að tala um að þetta sé ekki eðlilegt, að það sé ekki eðlilegt að sitja og skoða þessa hluti. Þetta er ekki brandari, þetta er klámfengið efni og það er verið að auglýsa eiturlyfjaneyslu og ekkert af því er eitthvað sem á að vera á eðlilegum mánudegi hjá unglingi,“ segir Þórunn.„Frekar subbulegt“Hún segir starfsmenn félagsmiðstöðva eiga samtöl við unglingana um þessi mál við misjafnar undirtektir. „Þeim finnst þetta öllum frekar subbulegt, ég held að þau séu flest sammála um að þetta sé ekki í lagi. En þau sjá þetta eflaust á einhvern hátt sem brandara en ég held að þau geri sér öll grein fyrir að þetta sé ekki eðlilegt,“ segir Þórunn og minnir foreldra á að vera meðvitaða um hvað krakkarnir eru að gera í símanum sínum. „Síminn er tæki sem þau eru með á hverjum einasta degi og þau nota hann mikið. Hann er líka frábært tæki og hann er notaður líka á frábæran hátt. Þau taka myndir til að deila með vinum sínum og eru í samskiptum við aðra og hann er líka æðislegt tæki. En þess vegna þarf að kenna krökkunum ábyrgðina að vera með slíkt tæki. Þegar maður sér aðgang eins og þennan að þá sé rætt við krakkana hvers vegna þetta sé ekki í lagi og hvers vegna þetta sé ekki eðlilegt.“ Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Aðstandendur unglinga í Laugardals- og Háaleitishverfum fengu nýlega bréf skólum í hverfunum þar sem þeir eru hvattir til að ræða við unglinga sína um það efni sem birtist á Snapchat-aðganginum Saurlífi. „Ég held að foreldrarnir séu mjög þakklátir að fá að heyra af þessu. Við sem vinnum á félagsmiðstöðinni erum kannski nær krökkunum í þessum málum. Við heyrum kannski oftar af svona hlutum en foreldrar jafnvel,“ segir Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona Laugó, félagsmiðstöðvar Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi um bréfið.Senda inn hvers kyns saurlífi og ólifnaðÁ Saurlífi eru fylgjendur aðgangsins hvattir til að senda inn hvers kyns saurlífi og ólifnað og geta þeir sem fylgja Saurlífi á Snapchat skoðað þessar myndir eða myndskeið í allt að sólarhring eftir að þau birtast. „Það eru mjög svæsnir hlutir inn á þessu. Þetta er klámfengið efni og það er verið að auglýsa eiturlyfjaneyslu, þannig að það verður náttúrlega að ræða við krakkana um þessa hluti þegar þau sjá þá, og það sjá þetta allir unglingar. Allir unglingar fara inn á þetta og núna vitum við með upplýsingum frá krökkunum að þegar þessum aðgangi verður lokað þá verður örugglega einhvern annar opnaður í staðinn, sem er alltaf þannig. Svona hlutir hverfa aldrei, það kemur bara einhver annar aðgangur í staðinn,“ segir Þórunn og hvetur aðstandendur unglinga til að ræða þessa hluti við þá.Vísir/Getty„Það verður að tala um að þetta sé ekki eðlilegt, að það sé ekki eðlilegt að sitja og skoða þessa hluti. Þetta er ekki brandari, þetta er klámfengið efni og það er verið að auglýsa eiturlyfjaneyslu og ekkert af því er eitthvað sem á að vera á eðlilegum mánudegi hjá unglingi,“ segir Þórunn.„Frekar subbulegt“Hún segir starfsmenn félagsmiðstöðva eiga samtöl við unglingana um þessi mál við misjafnar undirtektir. „Þeim finnst þetta öllum frekar subbulegt, ég held að þau séu flest sammála um að þetta sé ekki í lagi. En þau sjá þetta eflaust á einhvern hátt sem brandara en ég held að þau geri sér öll grein fyrir að þetta sé ekki eðlilegt,“ segir Þórunn og minnir foreldra á að vera meðvitaða um hvað krakkarnir eru að gera í símanum sínum. „Síminn er tæki sem þau eru með á hverjum einasta degi og þau nota hann mikið. Hann er líka frábært tæki og hann er notaður líka á frábæran hátt. Þau taka myndir til að deila með vinum sínum og eru í samskiptum við aðra og hann er líka æðislegt tæki. En þess vegna þarf að kenna krökkunum ábyrgðina að vera með slíkt tæki. Þegar maður sér aðgang eins og þennan að þá sé rætt við krakkana hvers vegna þetta sé ekki í lagi og hvers vegna þetta sé ekki eðlilegt.“
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira