Hætt að skammast sín: „Þyngd er bara tala“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2015 09:16 Tinna segist hafa átt erfitt með að sætta sig við töluna á vigtinni, sem nánast heltók huga hennar. Hún greinir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló. mynd/tinna Tinna Þorradóttir er tvítug stúlka sem segist nánast alla tíð hafa skammast sín fyrir eigin líkamsþyngd, þrátt fyrir að hafa verið í fínu formi. Talan á vigtinni nær heltók huga hennar en í gær ákvað hún að hætta að skammast sín. „Þyngd er bara tala,“ segir Tinna sem hvetur konur til að láta sér líða vel í eigin skinni. Hún ritaði pistil á vefsíðu sína um þyngd og líkamsímynd kvenna sem vakið hefur mikla athygli. Kveikjan að pistlinum var sú að þegar hún var beðin um að greina frá líkamsþyngd sinni sagðist hún of óörugg með sjálfa sig til að segja frá því opinberlega. Tinna heldur úti Snapchat-aðgangi með ýmsu förðunarefni og öðru því tengdu. „Ég fattaði ekki fyrr en hún sagði það við mig hversu asnalegt það væri að ég væri að fela þessa asnalegu tölu fyrir öllum og hversu mikið ég gæti hjálpað öllum þessum stelpum sem fylgjast með mér að hætta að hugsa svona, sama hversu mörg kíló þær eru,“ segir Tinna. Mikilvægast að líta vel út á ströndinni Saga Tinnu er í stuttu máli sú að sumarið 2013 hafði hún þyngst eilítið. Hún ákvað að setja sér það markmið að fara úr 72 kílóum í 59 kíló. Ræktina stundaði hún nánast alla daga, stundum í tvær klukkustundir í senn. Fyrr en varði talaði hún nær ekki um neitt annað en líkamsrækt og mataræði, skráði niður hverja kaloríu sem ofan í hana fór og hversu mörgum hún brenndi á æfingu. Hún var á leið til Flórída og ætlaði sér að líta vel út á ströndinni. „Á tímabilinu ágúst til desember fór ég frá 72 kg og niður í 62 kg. En málið var að markmiðið mitt var að verða 59 vegna þess að ég vildi fá að sjá þessa fimmu og það var draumurinn minn. Ég hef alltaf verið með stóran rass og stór bjóst og er bara ekki vaxin í það að vera 50 og eitthvað kíló þar sem ég er 170 á hæð.“ Talan á vigtinni enn efst í huga þrátt fyrir veikindin Í mars árið 2014 veiktist Tinna illilega. Hún þurfti að fara í aðgerð en það sem henni þótti einna verst var að komast ekki í ræktina. „Eftir ótalmargar rannsóknir hérna heima og tvær ferðir í rannsóknir til Svíþjóðar komst loks í ljós einu og hálfu ári seinna að ég væri með ofvirkar betafrumur í brisinu og var þar af leiðandi 70% af brisinu mínu og miltað tekið núna í ágúst í aðgerð í Svíþjóð,“ segir hún. „Ég var látin fara á vigtina á hverjum degi uppá spítala þar sem ég var bara með vatn í æð fyrstu dagana. Daginn eftir aðgerðina var ég 81 kg og það er það þyngsta sem ég hef verið og það fyrsta sem ég hugsaði var : hvernig gat ég leyft þessu að gerast. Ég var ekkert að pæla í því hversu bjúguð og bólgin ég var eftir þessa aðgerð heldur bara í þessari tölu.“ Tinna segir að á þessu tímabili hafi hún sífellt verið að bera sig saman við aðrar konur og óskað þess að fá einn daginn að líta út eins og þær. Hún segir að í dag sjái hún hversu óraunhæf sú hugsun hafi verið og vonar að með pistli sínum átti aðrar konur sig á því „Getum við ekki bara verið ánægðar eins og við erum? Þegar ég sé þessar myndir af mér núna hugsa ég alltaf bara djöfull væri ég til í að vera svona aftur en þegar ég hugsa um það hvernig mér leið þarna þá var ég ekkert ánægð. Ég veit það eru margar sem tengja við þetta þegar þær skoða gamlar myndir og hugsa svona. Mér líður til dæmis miklu betur núna heldur en mér leið þegar ég var sem léttust,“ segir Tinna Þorradóttir sem segir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Tinna Þorradóttir er tvítug stúlka sem segist nánast alla tíð hafa skammast sín fyrir eigin líkamsþyngd, þrátt fyrir að hafa verið í fínu formi. Talan á vigtinni nær heltók huga hennar en í gær ákvað hún að hætta að skammast sín. „Þyngd er bara tala,“ segir Tinna sem hvetur konur til að láta sér líða vel í eigin skinni. Hún ritaði pistil á vefsíðu sína um þyngd og líkamsímynd kvenna sem vakið hefur mikla athygli. Kveikjan að pistlinum var sú að þegar hún var beðin um að greina frá líkamsþyngd sinni sagðist hún of óörugg með sjálfa sig til að segja frá því opinberlega. Tinna heldur úti Snapchat-aðgangi með ýmsu förðunarefni og öðru því tengdu. „Ég fattaði ekki fyrr en hún sagði það við mig hversu asnalegt það væri að ég væri að fela þessa asnalegu tölu fyrir öllum og hversu mikið ég gæti hjálpað öllum þessum stelpum sem fylgjast með mér að hætta að hugsa svona, sama hversu mörg kíló þær eru,“ segir Tinna. Mikilvægast að líta vel út á ströndinni Saga Tinnu er í stuttu máli sú að sumarið 2013 hafði hún þyngst eilítið. Hún ákvað að setja sér það markmið að fara úr 72 kílóum í 59 kíló. Ræktina stundaði hún nánast alla daga, stundum í tvær klukkustundir í senn. Fyrr en varði talaði hún nær ekki um neitt annað en líkamsrækt og mataræði, skráði niður hverja kaloríu sem ofan í hana fór og hversu mörgum hún brenndi á æfingu. Hún var á leið til Flórída og ætlaði sér að líta vel út á ströndinni. „Á tímabilinu ágúst til desember fór ég frá 72 kg og niður í 62 kg. En málið var að markmiðið mitt var að verða 59 vegna þess að ég vildi fá að sjá þessa fimmu og það var draumurinn minn. Ég hef alltaf verið með stóran rass og stór bjóst og er bara ekki vaxin í það að vera 50 og eitthvað kíló þar sem ég er 170 á hæð.“ Talan á vigtinni enn efst í huga þrátt fyrir veikindin Í mars árið 2014 veiktist Tinna illilega. Hún þurfti að fara í aðgerð en það sem henni þótti einna verst var að komast ekki í ræktina. „Eftir ótalmargar rannsóknir hérna heima og tvær ferðir í rannsóknir til Svíþjóðar komst loks í ljós einu og hálfu ári seinna að ég væri með ofvirkar betafrumur í brisinu og var þar af leiðandi 70% af brisinu mínu og miltað tekið núna í ágúst í aðgerð í Svíþjóð,“ segir hún. „Ég var látin fara á vigtina á hverjum degi uppá spítala þar sem ég var bara með vatn í æð fyrstu dagana. Daginn eftir aðgerðina var ég 81 kg og það er það þyngsta sem ég hef verið og það fyrsta sem ég hugsaði var : hvernig gat ég leyft þessu að gerast. Ég var ekkert að pæla í því hversu bjúguð og bólgin ég var eftir þessa aðgerð heldur bara í þessari tölu.“ Tinna segir að á þessu tímabili hafi hún sífellt verið að bera sig saman við aðrar konur og óskað þess að fá einn daginn að líta út eins og þær. Hún segir að í dag sjái hún hversu óraunhæf sú hugsun hafi verið og vonar að með pistli sínum átti aðrar konur sig á því „Getum við ekki bara verið ánægðar eins og við erum? Þegar ég sé þessar myndir af mér núna hugsa ég alltaf bara djöfull væri ég til í að vera svona aftur en þegar ég hugsa um það hvernig mér leið þarna þá var ég ekkert ánægð. Ég veit það eru margar sem tengja við þetta þegar þær skoða gamlar myndir og hugsa svona. Mér líður til dæmis miklu betur núna heldur en mér leið þegar ég var sem léttust,“ segir Tinna Þorradóttir sem segir nú stolt frá því að hún sé 170 sentímetrar á hæð og 72 kíló.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira