Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júlí 2015 12:00 Blaz Roca Erpur Eyvindarson verður á sviðinu í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira