Nokkuð um verkfallsbrot á Landspítalanum Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2015 14:09 Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Kristín Á Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir nokkuð hafa borið á verkfallsbrotum á Landspítalanum. Hún segist sæmilega bjartsýn á að samningar náist fyrir lok þessarar viku. Samninganefndir Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags og Landssambands lögreglumanna komu saman til fundar með samninganefnd ríkisins hjá Ríkisssáttasemjara klukkan tíu í morgun. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins segir viðræðum miða áfram en hægt. „Báðum megin er ágætis samningsvilji. Þetta eru fjögur ár sem um er að ræða og er verið að skoða að semja til. Líkt og hefur verið gert hjá öðrum. Þá er náttúrlega líka verið að horfa til hvernig þetta skiptist milli ára. Það sem væri til skiptanna,“ segir Kristín. Verkfall sjúkraliða bítur einna mest í aðgerðum stéttarfélaganna sem ná til tæplega 160 stofnana ríkisins. Kristín segir mikið um undanþágubeiðnir, enda sé áatandið á heilbrigðisstofnunum, sérstakelga Landspítalanum mjög alvarlegt. „Það er gríðarlegt undanþágubeiðna flóð. Ástandið er svo alvarlegt að það er búið að þurfa að veita mjög margar undanþágur. Samt sem áður er staðan mjög alvarleg,“ segir Kristín. Þá segir hún að nokkuð hafi verið um verkfallsbrot og var sérstaklega fundað um þau með yfirmönnum á Landspítalanum í morgun. „Það sem þetta verkfall er að sýna fram á er alvarleiki undirmönnunar sem við höfum bent á til margra ára. Það má ekki muna hálfum. Þetta er svo nakin staðreynd sem verður sýnileg í verkfallinu,“ segir Kristín. Þrátt fyrir mikla undirmönnun sé ekki mikið um yfirvinnu hjá sjúkraliðum enda sé Landspítalanum allar bjargir bannaðar þegar komi að launakostnaði. Undirmönnunin sé því viðvarandi staðreynd. Verkföll sjúkraliða nær nú og næstu daga til morgunvakta á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnunum á Austur- og Suðurlandi. Kristín vona að samningar takist áður en vikan er á enda. „Ég verð í raun og veru að vera bjartsýn og segja bara að ég vona það. Hins vegar er rosalega mikið eftir. Þó svo að það sé verið að vinna í launaliðnum eru svo margar aðrar kröfur í gangi,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira