Enski boltinn

Van Gaal: Van Persie ekki lengur vítaskytta númer eitt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að landi sinn, Robin van Persie, sé ekki lengur vítaskytta liðsins.

Van Persie lét Boaz Myhill, markvörð West Brom, verja frá sér vítaspyrnu í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hollenski framherjinn átti þarna möguleika á að jafna metin í 1-1 en brást bogalistin. West Brom vann leikinn 0-1.

Vítaspyrnuna og allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Aðspurður hvort van Persie sé enn vítaskytta númer eitt hjá United sagði van Gaal:

„Nei, ekki lengur. Þetta er alltaf eins. Wayne Rooney klúðraði einnig víti um daginn og þegar þú klúðrar ertu kominn aftast í röðina,“ sagði Hollendingurinn en tapið um helgina var það þriðja í röð hjá United í deildinni og um leið annað tap liðsins á heimavelli fyrir West Brom í röð.

Manchester United er í 4. sæti úrvalsdeildarinnar með 65 stig, fjórum stigum á undan Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Lærisveinar van Gaals eiga eftir að leika gegn Crystal Palace og Hull á útivelli og Arsenal á heimavelli.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Tímabilið vonbrigði hjá Di Maria

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að tímabilið hjá Angel di Maria séu mikil vonbrigði; vonbrigði fyrir sig og eiinnig fyrir Argentínumanninn sjálfan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×