Enski boltinn

Van Gaal: Rútuferðir munu hjálpa okkur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal er með allt á hreinu.
Louis van Gaal er með allt á hreinu. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, gagnrýndi undirbúningsferð liðsins til Bandaríkjanna síðasta sumar.

Þar heimsótti United fimm borgir og spiluðu leiki í þeim öllum. Þetta fannst Van Gaal of mikið álag.

Hvort sem það var því um að kenna eða ekki vann Manchester United aðeins þrjá leiki af fyrstu tíu í deildinni, en liðið glímdi við mikil meiðslavandræði.

„Við byrjuðum tímabilið mjög illa. Þegar þessi slæma byrjun okkar er tekin frá stöndum við Chelsea jöfnum fæti,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi þegar ferð United til Bandaríkjanna í sumar var kynnt.

Liðið ætlar aftur vestur um haf en ferðin verður öðruvísi núna. United mun æfa og spila í Seattle, San Jose og San Francisco og halda sér alfarið á vesturströndinni. Þetta mun hjálpa United telur Van Gaal.

„Leikmenn hafa aðlagast mínu kerfi þannig undirbúningurinn verður betri. Við gerum líka bara út frá tveimur stöðum þannig við fljúgum ekki í leiki.“

„Við munum ferðast með rútu sem er betra. Á næsta tímabili verðum við að fara betur af stað,“ sagði Louis van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×