Star Wars dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 18:41 Frá hátíðarhöldum 4. maí í Mílan. vísir/afp Í dag er mánudagurinn 4. maí. Fyrir mörgum er það aðeins venjulegur fyrsti mánudagur eftir útborgun en sérstakur ættbálkur manna heldur frídaginn 4. maí heilagan ár hvert. Í Star Wars kvikmyndunum má ítrekað heyra línunni „May the force be with you.“ Þeirri línu hefur í gegnum tíðina verið snúið upp í grínið „May the fourth be with you.“ Það var fyrst gert þann 4. maí 1979 af London Evening News eftir að Margaret Thatcher varð fyrsti kvenforsætisráðherra Breta en þá fylgdi Maggie á eftir kveðjunni. Fyrsti skipulagði Star Wars dagurinn fór fram fyrir fjórum árum í Toronto í Kanada en hefur síðan þá náð að breiðast um heim allan. Árið 2012 keypti Disney réttin að myndunum og ári síðar var dagurinn haldinn hátíðlegur í Disney görðum víða um heim. Hátíðarhöld fara oft fram á þann hátt að vinir koma saman og horfa á myndirnar sex. Einhverjir eiga búninga eða varning tengdan myndunum og passa upp á það að nýta hann við hátíðarhöldin. Geislasverðabardagar og spilun tölvuleikja sem tengjast myndunum eru einnig algeng iðja. Dagurinn eftir, 5. maí, hefur einnig tengingu við Star Wars en margir kalla hann „Revenge of the Fifth“ en það er vísun í þriðju myndina (eða sjöttu eftir því hvernig menn vilja líta á málið). Á þeim degi fagna menn myrku hlið sinni en aðrir fara helst ekki fram úr eftir að hafa skemmt sér of vel daginn áður. Í gegnum tíðina hefur verið rígur á milli aðdáenda Star Wars og Trekkara en svo kallast þeir sem hafa meira gaman af Star Trek. Í tilefni dagsins ákvað Tim Russ, en hann lét Lieutenant Commander Tuvok í Star Trek: Voyager, að útskýra hvers vegna haldið er upp á 4. maí. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í dag er mánudagurinn 4. maí. Fyrir mörgum er það aðeins venjulegur fyrsti mánudagur eftir útborgun en sérstakur ættbálkur manna heldur frídaginn 4. maí heilagan ár hvert. Í Star Wars kvikmyndunum má ítrekað heyra línunni „May the force be with you.“ Þeirri línu hefur í gegnum tíðina verið snúið upp í grínið „May the fourth be with you.“ Það var fyrst gert þann 4. maí 1979 af London Evening News eftir að Margaret Thatcher varð fyrsti kvenforsætisráðherra Breta en þá fylgdi Maggie á eftir kveðjunni. Fyrsti skipulagði Star Wars dagurinn fór fram fyrir fjórum árum í Toronto í Kanada en hefur síðan þá náð að breiðast um heim allan. Árið 2012 keypti Disney réttin að myndunum og ári síðar var dagurinn haldinn hátíðlegur í Disney görðum víða um heim. Hátíðarhöld fara oft fram á þann hátt að vinir koma saman og horfa á myndirnar sex. Einhverjir eiga búninga eða varning tengdan myndunum og passa upp á það að nýta hann við hátíðarhöldin. Geislasverðabardagar og spilun tölvuleikja sem tengjast myndunum eru einnig algeng iðja. Dagurinn eftir, 5. maí, hefur einnig tengingu við Star Wars en margir kalla hann „Revenge of the Fifth“ en það er vísun í þriðju myndina (eða sjöttu eftir því hvernig menn vilja líta á málið). Á þeim degi fagna menn myrku hlið sinni en aðrir fara helst ekki fram úr eftir að hafa skemmt sér of vel daginn áður. Í gegnum tíðina hefur verið rígur á milli aðdáenda Star Wars og Trekkara en svo kallast þeir sem hafa meira gaman af Star Trek. Í tilefni dagsins ákvað Tim Russ, en hann lét Lieutenant Commander Tuvok í Star Trek: Voyager, að útskýra hvers vegna haldið er upp á 4. maí.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira