Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2015 11:22 Frá Vogi. Vísir/E.Ól „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn. Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira
„Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn.
Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira
„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00