Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2015 11:22 Frá Vogi. Vísir/E.Ól „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn. Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
„Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn.
Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00