Spyr hvort SÁÁ sé treystandi fyrir veiku fólki eftir framgöngu formanns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2015 15:48 Kristín, talskona Rótarinnar, er ósátt við ummæli Arnþórs, formanns SÁÁ. Vísir/GVA Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir viðbrögð Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, bæði ómálefnaleg og ófagleg. „Þessi viðbrögð eru samtökunum til skammar,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Í kjölfar gagnrýni Kristínar á þau meðferðarúrræði sem í boði eru hjá SÁÁ sakaði Arnþór hana í Facebook-hópi SÁÁ um gamaldags viðhorf – mikilmennsku og fordóma. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ sagði Arnþór og tengdi við ummæli sín myndband af hvítri, eldri konu sem neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni. Hún sagði í samtali við Vísi að hún íhugaði að kæra formanninn fyrir meiðyrði þar sem hann líkir henni við rasista með ummælum sínum. Sjá einnig: Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordómaSegir formanninn snúa út úr orðum sínum Kristín segir Arnþór snúa út úr orðum sínum en að hún hafi eingöngu viljað benda á að það vantaði fjölbreyttari úrræði. Athugasemd hennar varðandi fyrrnefndan „kardó-gaur“ hafi ekki snúið að því að hún hafi þurft að umgangast hann heldur þá ábendingu að sambærileg meðferð hafi ekki hentað fyrir hana sem var að koma í sína fyrstu meðferð og hann sem var í sinni áttugustu. „Það sem ég er að benda á er að það vantar fjölbreyttari úrræði, langveikt fólk þarf kannski öðruvísi meðferð heldur en þeir sem eru í fyrsta skipti að reyna að taka á sínum vanda.“ Hún segir kerfið núna vera þannig að allir sem fari inn á Vog sæti sömu meðferð með litlum mismunandi áherslum varðandi kyn en þau séu ekki aðgreind.Meðferð er ekki kynjaskipt á Vogi nema að litlu leyti.Sjá einnig: „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ „Sjúklingar greina sig sjálfir, panta innlög á einkarekið sjúkrahús, Vog. Ein greining er í boði: Banvænn heilasjúkdómur. Við þessum sjúkdómi er lækningin sem er helst notuð óháð því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Hún felst í glærusýningum með efni sem haldist hefur meira og minna óbreytt í áratugi og er samkvæmt hinu svokallaða Minnesóta-módeli sem beinist að því að koma fólki inn í AA-samtökin,” segir Kristín. „Ef meðferðin virkar ekki er ekki reynt að finna aðrar lausnir heldur er glærusýningin endurtekin, aftur og aftur. Áttatíu sinnum í tilfelli mannsins sem ég vísaði til. Ef meðferðin virkar samt ekki er almennt komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé að sjúklingnum en ekki meðferðinni.”Ráðist opinberlega að sjúklingum stofnunarinnar Hún segir framgöngu Arnþórs til skammar og segir samtökin engan rétt hafa til þess að ráðast opinberlega að sjúklingum sínum eins og Arnþór gerir. Hins vegar hafi hún sem sjúklingur á Vogi þau mannréttindi að gagnrýna þá heilbrigðisþjónustu sem henni er veitt. „Maðurinn er formaður stórra almannaheilla samtaka sem fá hátt í milljarð á ári til að reka sjúkrahús,“ segir Kristín og spyr hvort að stjórn SÁÁ styðji Arnþór í framkomu sinni og ummælum. Jafnframt spyr hún hvort að aðrir í samtökunum telji svona framkomu við hæfi. Hann ráðist á manninn með ómálefnalegum hætti. „Það hlýtur að vera réttur hvers þess sem nýtir heilbrigðisþjónustu að gagnrýna hana án þess að lenda í þöggunartilburðum.“ Hún telur að umræðan hefði getað orðið til uppbyggingar ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu talsmanns SÁÁ. „Að mínum dómi setur þetta þessi framganga stórt spurningarmerki við það hvort að þessum samtökunum er treystandi fyrir veiku fólki.” Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir viðbrögð Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, bæði ómálefnaleg og ófagleg. „Þessi viðbrögð eru samtökunum til skammar,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Í kjölfar gagnrýni Kristínar á þau meðferðarúrræði sem í boði eru hjá SÁÁ sakaði Arnþór hana í Facebook-hópi SÁÁ um gamaldags viðhorf – mikilmennsku og fordóma. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ sagði Arnþór og tengdi við ummæli sín myndband af hvítri, eldri konu sem neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni. Hún sagði í samtali við Vísi að hún íhugaði að kæra formanninn fyrir meiðyrði þar sem hann líkir henni við rasista með ummælum sínum. Sjá einnig: Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordómaSegir formanninn snúa út úr orðum sínum Kristín segir Arnþór snúa út úr orðum sínum en að hún hafi eingöngu viljað benda á að það vantaði fjölbreyttari úrræði. Athugasemd hennar varðandi fyrrnefndan „kardó-gaur“ hafi ekki snúið að því að hún hafi þurft að umgangast hann heldur þá ábendingu að sambærileg meðferð hafi ekki hentað fyrir hana sem var að koma í sína fyrstu meðferð og hann sem var í sinni áttugustu. „Það sem ég er að benda á er að það vantar fjölbreyttari úrræði, langveikt fólk þarf kannski öðruvísi meðferð heldur en þeir sem eru í fyrsta skipti að reyna að taka á sínum vanda.“ Hún segir kerfið núna vera þannig að allir sem fari inn á Vog sæti sömu meðferð með litlum mismunandi áherslum varðandi kyn en þau séu ekki aðgreind.Meðferð er ekki kynjaskipt á Vogi nema að litlu leyti.Sjá einnig: „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ „Sjúklingar greina sig sjálfir, panta innlög á einkarekið sjúkrahús, Vog. Ein greining er í boði: Banvænn heilasjúkdómur. Við þessum sjúkdómi er lækningin sem er helst notuð óháð því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Hún felst í glærusýningum með efni sem haldist hefur meira og minna óbreytt í áratugi og er samkvæmt hinu svokallaða Minnesóta-módeli sem beinist að því að koma fólki inn í AA-samtökin,” segir Kristín. „Ef meðferðin virkar ekki er ekki reynt að finna aðrar lausnir heldur er glærusýningin endurtekin, aftur og aftur. Áttatíu sinnum í tilfelli mannsins sem ég vísaði til. Ef meðferðin virkar samt ekki er almennt komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé að sjúklingnum en ekki meðferðinni.”Ráðist opinberlega að sjúklingum stofnunarinnar Hún segir framgöngu Arnþórs til skammar og segir samtökin engan rétt hafa til þess að ráðast opinberlega að sjúklingum sínum eins og Arnþór gerir. Hins vegar hafi hún sem sjúklingur á Vogi þau mannréttindi að gagnrýna þá heilbrigðisþjónustu sem henni er veitt. „Maðurinn er formaður stórra almannaheilla samtaka sem fá hátt í milljarð á ári til að reka sjúkrahús,“ segir Kristín og spyr hvort að stjórn SÁÁ styðji Arnþór í framkomu sinni og ummælum. Jafnframt spyr hún hvort að aðrir í samtökunum telji svona framkomu við hæfi. Hann ráðist á manninn með ómálefnalegum hætti. „Það hlýtur að vera réttur hvers þess sem nýtir heilbrigðisþjónustu að gagnrýna hana án þess að lenda í þöggunartilburðum.“ Hún telur að umræðan hefði getað orðið til uppbyggingar ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu talsmanns SÁÁ. „Að mínum dómi setur þetta þessi framganga stórt spurningarmerki við það hvort að þessum samtökunum er treystandi fyrir veiku fólki.”
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira