Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2015 11:22 Frá Vogi. Vísir/E.Ól „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn. Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í umræðu í hópnum Vinahópur SÁÁ. Tilefnið er föstudagsviðtal Fréttablaðsins við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, þar sem hún lýsti heimsókn sinni á Vog fyrir átta árum þegar hún tók þá ákvörðun að leggja flöskunni. „Ég hringdi á þann stað sem mér datt fyrst í hug sem var Vogur og pantaði innlögn. Það var að koma sumar, þannig að ég tók stuttu útgáfuna. Viku á Vogi og 2 vikur á Vík. Ég tók allan pakkann og kláraði ársprógramm sem þá var í boði og mætti í eftirfylgni. Þetta nýttist mér ágætlega. Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka. Ég gat nýtt mér þessa hjálp mjög vel,“ segir Kristín. Hún setur þó spurningamerki við ýmislegt, meðal annars þá staðreynd að hún hafi verið í afvötnun á sama tíma og indæll eldri maður í sinni áttugustu heimsókn á Vog.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁMinnir á gamaldagsviðhorf „Það var greinilega mat manna inn á Vogi að við, ég og þessi ágæti maður sem hafði viðurnefnið Kardó, þyrftum sömu meðferð. Svona eftir á að hyggja þá held ég að hvorugt okkar hafi þurft þessa meðferð sem við fengum. Ég held að Kardó hefði þurft B-vítamín sprautu og bað og kjötsúpu og hlýlega umönnun. Ég hefði sennilega komist af með göngudeildarmeðferð," útskýrir Kristín. Rótin stendur fyrir ráðstefnu í september um konur, fíkn, áföll og meðferð þar sem á dagskrá er önnur meðferðarrúrræði fyrir konur. Formaður SÁÁ segir ummæli Kristínar minna sig á gamaldagsviðhorf - mikilmennsku og fordóma - og tengir við myndbandið hér að neðan þar sem eldri hvít kona neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni.Þá minnir Arnþór á að SÁÁ bjóði upp á kvennameðferð á Vík og vikulegan stuðning á göngudeild. Sú meðferð hafi verið í boði í tuttugu ár eða aftur til ársins 1995. Á heimasíðu SÁÁ kemur fram að af þeim 600 konum sem leiti að jafnaði árlega á Vog fari um 250 í kvennameðferð á Vík. Ein af þeim sem taka þátt í umræðum á þræðinum segist vel vera meðvituð um þessa meðferð og hún sé hið besta mál. Hins vegar sé gagnrýnisvert að afvötnunin sé ekki kynjaskipt. „Eins og við mörg vitum er margt sem truflar okkur þegar við erum veik nýkomin í afvötnun, ekki síst hitt kynið. Tilfinningasambönd hefjast og alls konar rugl sem getur endað illa.“ Arnþór segir málið ekkert snúast um það. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona "kardó-gaur" var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ segir formaðurinn.
Tengdar fréttir „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ Kristín I. Pálsdóttir missti fótanna á unglingsárum. 31. maí 2015 09:00