Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Skýrslan kynnt. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði. fréttablaðið/ernir samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
samgöngurEin stærsta forsendan fyrir því að stýrihópur um könnun á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu mælir með því að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð næsta vetur er að hópurinn telur það svæði hafa meiri þróunarmöguleika en aðrir kostir sem skoðaðir voru. Þetta kom fram í máli Rögnu Árnadóttur, formanns hópsins, í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins gæti þetta þýtt að millilandaflug verði flutt úr Keflavík og í Hvassahraun. Millilandaflugið yrði þá flutt nær höfuðborginni þótt innanlandsflugið yrði fært úr henni. Ólöf Nordal, ráðherra samgöngumála, segir að sá möguleiki að hætta við fyrirhugaða uppbyggingu flugvallarins í Keflavík hafi ekki verið ræddur. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni liggur hjá Reykjavíkurborg. Nýr flugvöllur yrði aftur á móti varla byggður án aðkomu ríkissjóðs. Tillögur nefndarinnar mælast mjög misjafnlega fyrir á meðal alþingismanna, en það eru þeir sem fara með fjárveitingarvaldið. „Mér finnst óskiljanlegt að þessi tillaga hafi komið fram,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Hún segir að betur hefði farið á því að skoða þann möguleika að hafa flugvöllinn í Reykjavík. „Fyrst verið er að fara alla leið til Voga á Vatnsleysuströnd þá hefði mér þótt nefndin geta skoðað þann möguleika að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur. En ég tek sérstaklega fram að ég er enginn sérstakur talsmaður þess,“ segir Ragnheiður Elín. En ef ákveðið yrði að innanlandsflugið færi úr Vatnsmýrinni þá væri Keflavík að hennar mati eini raunhæfi möguleikinn, vegna kostnaðarins og þeirrar aðstöðu sem þegar er í Keflavík. Á Facebook-síðu sinni sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ekki kæmi til að ríkið greiddi 22 milljarða kostnað fyrir uppbyggingu nýs flugvallar. Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Alþingis, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, eru sammála um að ekki náist pólitísk samstaða um það í þinginu að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því að byggja nýjan flugvöll fyrir meira en 25 milljarða króna, ekki svo langt frá öðrum alþjóðaflugvelli,“ segir Höskuldur í samtali við Fréttablaðið. Það sé tímasóun að velta þessum möguleika fyrir sér. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að það náist samstaða um þessa lendingu flugvallarmálsins,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Bjartrar framtíðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann leggur áherslu á að ákvörðunin um framtíðarstaðsetningu flugvallarins verði vönduð. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir of snemmt að spá um það hvort einhver sátt geti náðst um málið á Alþingi. „Mér finnst mikilvægt að við byggjum á þessari vinnu, að sveitarfélögin, Alþingi og ráðuneytin setjist yfir þetta og geri tillögur að næstu skrefum.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira