Íslendingar ekki þunglyndari en aðrir Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2015 10:43 Hafrún Kristjánsdóttir segir ýmsilegt skýra mikla neyslu Íslendinga á þunglyndislyfjum, meðal annars hafi landsmenn almennt jákvæða afstöðu til lyfjanna. Vísir/anton brink/getty Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira