Enski boltinn

Alpa Messi til liðs við Stoke

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Nýjasti liðsmaður Stoke.
Nýjasti liðsmaður Stoke. Vísir/Getty
Stoke gekk í dag frá kaupunum á svissneska landsliðsmanninum Xherdan Shaqiri frá Inter Milan en Stoke greiðir 12 milljónir punda fyrir leikmanninn sem hefur verið kallaður Messi Alpafjallana.

Shaqiri sem skrifaði undir fimm ára samning kemur til liðs við Stoke eftir misheppnaða dvöl hjá Inter og Bayern Munchen. Var hann aðeins í sex mánuði hjá Inter eftir að hafa setið mest megnis á bekknum hjá Bayern í tvö og hálft ár.

Á sínum tíma var hann meðal eftirsóttustu leikmanna Evrópu er hann var potturinn og pannan í sóknarleik Basel sem gerði það að verkum að hann fékk viðurnefnið Messi Alpafjallana.

Stoke greiðir Inter 12 milljónir punda fyrir Shaqiri sem er nýtt félagsmet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×