Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. maí 2015 15:11 Langflestir forsætisráðherrar Íslands hafa verið miðaldra karlmenn úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum. Eina konan sem setið hefur á stóli forsætisráðherra notaði þó söguna á sama hátt. Vísir/Samsett mynd Forsætisráðherrar nýta vafasama söguskoðun um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga enn þann dag í dag í pólitískum tilgangi. Þetta kemur fram í nýlegri ritgerð Viðars Snæs Garðarssonar. „Við virðumst alltaf eiga í stöðugri og eilífri sjálfstæðisbaráttu,“ segir Viðar. Hann er nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands en hann skrifaði lokaritgerð sína í grunnnámi um hátíðarræður forsætisráðherra og söguskoðun þeirra í gegnum tíðina. Tilgangur ræðnanna virðist vera að innstilla þjóðina til ákveðinnar hegðunar. Hún á að vernda það sjálfstæði sem Jón Sigurðsson barðist fyrir forðum daga og þann kraft sem hann blés Íslendingum í brjóst.Sigmundur Davíð hefur verið talinn þjóðernissinnaður mjög en hann styðst við afar hefðbundna söguskoðun í hátíðarræðum sínum.Sagan nýtt til að réttlæta kröfu til sjálfstæðisViðar bendir hins vegar á að þessi skoðun hafi verið mikið gagnrýnd af fræðimönnum seinni tíma í nokkra áratugi. „Markmið hennar var m.a. að réttlæta kröfu Íslendinga til sjálfstæðis og skipa Íslendingum í hóp annarra sjálfstæðra vestrænna ríkja, og jafnvel að skapa þá skoðun að Íslendingar væru æðri öðrum þjóðum.“ Söguskoðunin gegnir því pólitísku hlutverki. „Ráðherrarnir leggja sömuleiðis áherslu á að þjóðin læri af sögunni. Þessi saga er hins vegar mjög pólitísk og sögð frá sjónarhorni ríkisvaldsins. Hún var beinlínis sköpuð til að réttlæta íslenskt, sjálfstætt og fullvalda ríkisvald.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, byggir því á sömu söguskoðun og Björn Þórðarson, sitjandi forsætisráðherra þegar Ísland fékk „fullnustusigur“ í sjálfstæðisbaráttu sinni. „Henni hafi alls ekki lokið þann 17. júní 1944 heldur standi Íslendingar stöðugt frammi fyrir ógn við sjálfstæði sitt. Þessi ógn er til að mynda sundurlyndi þjóðarinnar og erlent vald,“ segir í ritgerðinni um orðræðu forsætisráðherra um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Tíðrætt um samstöðu þjóðar „Hvernig þeir hafa notað söguna hefur sáralítið breyst á öllum þessum árum,“ útskýrir Viðar. Hann segir að þrátt fyrir að sjötíu ár séu liðin frá því að Ísland öðlaðist sjálfstæði sé forsætisráðherrum tíðrætt um nauðsyn þess að þjóðin standi saman vörð um sjálfstæði sitt gagnvart erlendu yfirvaldi. Þannig sagði Davíð Oddson í þjóðhátíðarræðu sinni árið 2002: „Fyrsti ráðherrann, Hannes Hafstein, var vissulega sannkallaður happafengur. Eins manns „ríkisstjórn“ varð ekki betur skipuð. Eldmóður hans og kynngikraftur, eldheit ást hans á landinu og þjóðinni þrautpíndu sem byggði það, var drýgst eldsneyti þeirrar orku sem þurfti til að rjúfa aldalanga kyrrstöðu. Hann var öðrum betur til þess fallinn að lyfta þjóðinni úr öskustónni.“ Áhugavert er að bera þetta saman við orð Ólafs Thors, sem sat á stóli forsætisráðherra, 50 árum áður: „Saga Íslendinga allt frá upphafi og fram á þennan dag er þjóðinni ómetanlegur auður. Afrek löngu genginna kynslóða, þrek þeirra, hreysti, hugdirfð og þolgæði og loks stórhugur og framtakssemi síðustu kynslóða, kveikja hollan metnað í hjörtum vorum, eru spori til stórra átaka, vopn til varnar og sóknar í baráttunni fyrir frelsi og framtíðarheill komandi kynslóða í landinu. Þær eggjar má aldrei deyfa. Þann arf ber oss alltaf til að verja, hverju svo sem til þarf að fórna. Hann má aldrei skerða, hvað þá eyða, heldur ber að skila honum auknum í hendur eftirkomendanna. Sú skylda hvílir á oss, sem nu byggjum landið, og hver sú kynslóð, sem henni reynir að snara af sér, fremur afbrot, sem orðið getur örlagaríkt.“Tryggvi Þórhallsson var forsætisráðherra þegar sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst.Íslendingar fortíðarinnar voru kraftmiklar hetjur sem Íslendingar dagsins í dag eiga mikið að þakka. Forsætisráðherra virða að vettugi breytingar í sagnfræði „Ef litið er til breytinga í akademískri sagnfræði þá hafa ekki orðið sambærilegar breytingar hjá forsætisráðherrum. Sagan er alltaf notuð til þess að þjóðin læri af henni og hún á alltaf að læra að standa saman.“ Hátíðarræður forsætisráðherra eru fluttar við tvenns konar tilefni. Annars vegar flytur forsætisráðherra þjóðhátíðarræðu á 17. júní og hins vegar áramótaræðu á Gamlársdag. Það gefur þeim vissulega sérstakan tón, þær eru ekki stefnuræður heldur fluttar við hátíðleg tilefni. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki aðeins ein af örfáum forsætisráðherrum sem komu af vinstri væng stjórnmálanna heldur er hún eina konan sem sinnt hefur embættinu.Einsleitur hópur forsætisráðherra „Áhersla ræðnanna er á þá söguskoðun sem var ráðandi í íslensku samfélagi lengst af á 20. öldinni og af ræðunum að dæma er enn ráðandi meðal íslenskra stjórnmálamanna. Þessi söguskoðun sýnir sögu Íslands sem sögu sameinaðrar, kjarkmikillar þjóðar í andstöðu við erlent vald. Söguskoðunin ber sterkan svip af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, enda varð hún til samhliða henni og gegndi meðal annars þeim tilgangi að sýna fram á sérstöðu Íslendinga og á grundvelli þess réttlætingu sjálfstæðs lýðveldis á Íslandi,“ segir í ritgerð Viðars. Hann tekur þó fram að hópur forsætisráðherra hafi í gegnum tíðina verið afar einsleitur. Í hópi þeirra 19 einstaklinga sem setið hafa á stóli forsætisráðherra síðan 1944 er aðeins ein kona og í 60 ár af 71 hafa forsætisráðherrar komið úr röðum Sjálfstæðis- eða Framsóknarmanna. Jóhanna fyrst til að tala um hlut kvennaEngin breyting virðist hafa orðið í kjölfar hrunsins, þrátt fyrir að um mikla umbrotatíma í sögu þjóðarinnar hafi verið að ræða. „Þá talar Jóhanna Sigurðardóttir til dæmis um að það sé nú nýr kafli í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Að eftir hrun þurfi að byggja aftur upp landið. Jóhanna Sigurðardóttir var samt skemmtileg, hún talar aðeins um þátt kvenna sem hafði ekki mikið verið gert, eða eiginlega bara ekki neitt. Hún talar eins og aðrir ráðherrar af vinstri vængnum, sem eru reyndar mjög fáir, mikið um jöfnuð, félagshyggju og jafnrétti. En hún notar söguna á nákvæmlega sama hátt. Notar sömu söguna, vísar í þjóðareininguna og sjálfstæðisbaráttuna,“ útskýrir Viðar. Hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, nota mjög hefðbundna söguskoðun. Geir H. Haarde var forsætisráðherra í hruninu. Umbrotatímar í kjölfarið virðast engin áhrif hafa haft á söguskoðun forsætisráðherra.Sjálfstæðið færði þjóðina úr niðurlægingartíma„Af orðum ráðherranna má sjá að þeir líta á söguna sem ákveðið haldreipi. Þjóðin noti söguna til að staðsetja sig og fóta sig á tímum örra breytinga. Þangað sæki þjóðin einnig ákveðin gildi og innblástur.“ „Það voru hins vegar ekki bara Jón Sigurðsson, samferðarmenn hans og þeir sem komu í kjölfarið, sem drifu söguna áfram samkvæmt íslenskum forsætisráðherrum. Þáttur þeirra í sköpun Íslandssögunnar var fyrst og fremst sá að vekja þjóðina úr aldalöngum dróma niðurlægingar,“ segir í ritgerð Viðars. Íslendingar verði því að vera vakandi til þess að verða ekki aftur fyrir niðurlægingu eins og gerðist þegar þjóðin fór undir vald erlendrar krúnu.En hvað, er þetta þá bara gömul tugga? „Já þetta er eiginlega bara gömul tugga, þetta er allavega voðalega gamaldags finnst mér. Ég myndi vilja sjá þau tala á annan hátt, opna söguna meira og fjalla um hana á fjölbreyttari máta. Líka einfaldlega til þess að gera ræðurnar skemmtilegri.“ Viðar telur fullvíst að fleiri hefðu áhuga á að hlusta á þessar ræður forsætisráðherra ef þær væru meira í takt við samtímann og ekki eins tímalausar og raun ber vitni. „Svo veit maður ekkert hvort að fólk yfirhöfuð tekur mark á þessum ræðum. En ég held samt að þessi söguskoðun sem kemur fram, sem er mjög einföld, um sameinaða þjóð gegn erlendu valdi, sé eitthvað sem margir halda ennþá í. Ég held að þetta sé ennþá að miklu leyti almenn söguskoðun í samfélaginu.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Forsætisráðherrar nýta vafasama söguskoðun um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga enn þann dag í dag í pólitískum tilgangi. Þetta kemur fram í nýlegri ritgerð Viðars Snæs Garðarssonar. „Við virðumst alltaf eiga í stöðugri og eilífri sjálfstæðisbaráttu,“ segir Viðar. Hann er nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands en hann skrifaði lokaritgerð sína í grunnnámi um hátíðarræður forsætisráðherra og söguskoðun þeirra í gegnum tíðina. Tilgangur ræðnanna virðist vera að innstilla þjóðina til ákveðinnar hegðunar. Hún á að vernda það sjálfstæði sem Jón Sigurðsson barðist fyrir forðum daga og þann kraft sem hann blés Íslendingum í brjóst.Sigmundur Davíð hefur verið talinn þjóðernissinnaður mjög en hann styðst við afar hefðbundna söguskoðun í hátíðarræðum sínum.Sagan nýtt til að réttlæta kröfu til sjálfstæðisViðar bendir hins vegar á að þessi skoðun hafi verið mikið gagnrýnd af fræðimönnum seinni tíma í nokkra áratugi. „Markmið hennar var m.a. að réttlæta kröfu Íslendinga til sjálfstæðis og skipa Íslendingum í hóp annarra sjálfstæðra vestrænna ríkja, og jafnvel að skapa þá skoðun að Íslendingar væru æðri öðrum þjóðum.“ Söguskoðunin gegnir því pólitísku hlutverki. „Ráðherrarnir leggja sömuleiðis áherslu á að þjóðin læri af sögunni. Þessi saga er hins vegar mjög pólitísk og sögð frá sjónarhorni ríkisvaldsins. Hún var beinlínis sköpuð til að réttlæta íslenskt, sjálfstætt og fullvalda ríkisvald.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, byggir því á sömu söguskoðun og Björn Þórðarson, sitjandi forsætisráðherra þegar Ísland fékk „fullnustusigur“ í sjálfstæðisbaráttu sinni. „Henni hafi alls ekki lokið þann 17. júní 1944 heldur standi Íslendingar stöðugt frammi fyrir ógn við sjálfstæði sitt. Þessi ógn er til að mynda sundurlyndi þjóðarinnar og erlent vald,“ segir í ritgerðinni um orðræðu forsætisráðherra um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Tíðrætt um samstöðu þjóðar „Hvernig þeir hafa notað söguna hefur sáralítið breyst á öllum þessum árum,“ útskýrir Viðar. Hann segir að þrátt fyrir að sjötíu ár séu liðin frá því að Ísland öðlaðist sjálfstæði sé forsætisráðherrum tíðrætt um nauðsyn þess að þjóðin standi saman vörð um sjálfstæði sitt gagnvart erlendu yfirvaldi. Þannig sagði Davíð Oddson í þjóðhátíðarræðu sinni árið 2002: „Fyrsti ráðherrann, Hannes Hafstein, var vissulega sannkallaður happafengur. Eins manns „ríkisstjórn“ varð ekki betur skipuð. Eldmóður hans og kynngikraftur, eldheit ást hans á landinu og þjóðinni þrautpíndu sem byggði það, var drýgst eldsneyti þeirrar orku sem þurfti til að rjúfa aldalanga kyrrstöðu. Hann var öðrum betur til þess fallinn að lyfta þjóðinni úr öskustónni.“ Áhugavert er að bera þetta saman við orð Ólafs Thors, sem sat á stóli forsætisráðherra, 50 árum áður: „Saga Íslendinga allt frá upphafi og fram á þennan dag er þjóðinni ómetanlegur auður. Afrek löngu genginna kynslóða, þrek þeirra, hreysti, hugdirfð og þolgæði og loks stórhugur og framtakssemi síðustu kynslóða, kveikja hollan metnað í hjörtum vorum, eru spori til stórra átaka, vopn til varnar og sóknar í baráttunni fyrir frelsi og framtíðarheill komandi kynslóða í landinu. Þær eggjar má aldrei deyfa. Þann arf ber oss alltaf til að verja, hverju svo sem til þarf að fórna. Hann má aldrei skerða, hvað þá eyða, heldur ber að skila honum auknum í hendur eftirkomendanna. Sú skylda hvílir á oss, sem nu byggjum landið, og hver sú kynslóð, sem henni reynir að snara af sér, fremur afbrot, sem orðið getur örlagaríkt.“Tryggvi Þórhallsson var forsætisráðherra þegar sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst.Íslendingar fortíðarinnar voru kraftmiklar hetjur sem Íslendingar dagsins í dag eiga mikið að þakka. Forsætisráðherra virða að vettugi breytingar í sagnfræði „Ef litið er til breytinga í akademískri sagnfræði þá hafa ekki orðið sambærilegar breytingar hjá forsætisráðherrum. Sagan er alltaf notuð til þess að þjóðin læri af henni og hún á alltaf að læra að standa saman.“ Hátíðarræður forsætisráðherra eru fluttar við tvenns konar tilefni. Annars vegar flytur forsætisráðherra þjóðhátíðarræðu á 17. júní og hins vegar áramótaræðu á Gamlársdag. Það gefur þeim vissulega sérstakan tón, þær eru ekki stefnuræður heldur fluttar við hátíðleg tilefni. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki aðeins ein af örfáum forsætisráðherrum sem komu af vinstri væng stjórnmálanna heldur er hún eina konan sem sinnt hefur embættinu.Einsleitur hópur forsætisráðherra „Áhersla ræðnanna er á þá söguskoðun sem var ráðandi í íslensku samfélagi lengst af á 20. öldinni og af ræðunum að dæma er enn ráðandi meðal íslenskra stjórnmálamanna. Þessi söguskoðun sýnir sögu Íslands sem sögu sameinaðrar, kjarkmikillar þjóðar í andstöðu við erlent vald. Söguskoðunin ber sterkan svip af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, enda varð hún til samhliða henni og gegndi meðal annars þeim tilgangi að sýna fram á sérstöðu Íslendinga og á grundvelli þess réttlætingu sjálfstæðs lýðveldis á Íslandi,“ segir í ritgerð Viðars. Hann tekur þó fram að hópur forsætisráðherra hafi í gegnum tíðina verið afar einsleitur. Í hópi þeirra 19 einstaklinga sem setið hafa á stóli forsætisráðherra síðan 1944 er aðeins ein kona og í 60 ár af 71 hafa forsætisráðherrar komið úr röðum Sjálfstæðis- eða Framsóknarmanna. Jóhanna fyrst til að tala um hlut kvennaEngin breyting virðist hafa orðið í kjölfar hrunsins, þrátt fyrir að um mikla umbrotatíma í sögu þjóðarinnar hafi verið að ræða. „Þá talar Jóhanna Sigurðardóttir til dæmis um að það sé nú nýr kafli í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Að eftir hrun þurfi að byggja aftur upp landið. Jóhanna Sigurðardóttir var samt skemmtileg, hún talar aðeins um þátt kvenna sem hafði ekki mikið verið gert, eða eiginlega bara ekki neitt. Hún talar eins og aðrir ráðherrar af vinstri vængnum, sem eru reyndar mjög fáir, mikið um jöfnuð, félagshyggju og jafnrétti. En hún notar söguna á nákvæmlega sama hátt. Notar sömu söguna, vísar í þjóðareininguna og sjálfstæðisbaráttuna,“ útskýrir Viðar. Hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, nota mjög hefðbundna söguskoðun. Geir H. Haarde var forsætisráðherra í hruninu. Umbrotatímar í kjölfarið virðast engin áhrif hafa haft á söguskoðun forsætisráðherra.Sjálfstæðið færði þjóðina úr niðurlægingartíma„Af orðum ráðherranna má sjá að þeir líta á söguna sem ákveðið haldreipi. Þjóðin noti söguna til að staðsetja sig og fóta sig á tímum örra breytinga. Þangað sæki þjóðin einnig ákveðin gildi og innblástur.“ „Það voru hins vegar ekki bara Jón Sigurðsson, samferðarmenn hans og þeir sem komu í kjölfarið, sem drifu söguna áfram samkvæmt íslenskum forsætisráðherrum. Þáttur þeirra í sköpun Íslandssögunnar var fyrst og fremst sá að vekja þjóðina úr aldalöngum dróma niðurlægingar,“ segir í ritgerð Viðars. Íslendingar verði því að vera vakandi til þess að verða ekki aftur fyrir niðurlægingu eins og gerðist þegar þjóðin fór undir vald erlendrar krúnu.En hvað, er þetta þá bara gömul tugga? „Já þetta er eiginlega bara gömul tugga, þetta er allavega voðalega gamaldags finnst mér. Ég myndi vilja sjá þau tala á annan hátt, opna söguna meira og fjalla um hana á fjölbreyttari máta. Líka einfaldlega til þess að gera ræðurnar skemmtilegri.“ Viðar telur fullvíst að fleiri hefðu áhuga á að hlusta á þessar ræður forsætisráðherra ef þær væru meira í takt við samtímann og ekki eins tímalausar og raun ber vitni. „Svo veit maður ekkert hvort að fólk yfirhöfuð tekur mark á þessum ræðum. En ég held samt að þessi söguskoðun sem kemur fram, sem er mjög einföld, um sameinaða þjóð gegn erlendu valdi, sé eitthvað sem margir halda ennþá í. Ég held að þetta sé ennþá að miklu leyti almenn söguskoðun í samfélaginu.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira