Legið er yfir hugmynd ríkisins að lausn Óli Kristján Ármannsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. október 2015 07:00 Samninganefnd ríkisins með formanninn, Gunnar Björnsson, í fararbroddi mætir til fundar við samninganefnd SFR, LL og SLFÍ hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Vísir/GVA Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll. Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Nýtt tilboð af hálfu samninganefndar ríkisins er í skoðun hjá baklandi viðræðunefndar SFR – stéttarfélags í almannaþágu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) í gær. Þar sem ekki náðist að ljúka samningum í gær er verkfall því hafið hjá á sjötta þúsund ríkisstarfsmönnum, með umtalsverðri röskun á starfsemi Landspítalans, sýslumannsembætta, Tollsins og Háskóla Íslands, auk fleiri staða. Þegar fundur félaganna með samninganefnd ríkisins hófst klukkan tíu í gærmorgun höfðu ekki átt sér stað viðræður í rúma viku. „Samninganefnd ríkisins kom með ákveðna hugmynd, sem við erum að ræða við okkar samninganefnd,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, laust fyrir hádegi í gær, en þá hafði frekari viðræðum verið frestað fram eftir degi á meðan félögin ræddu hvert fyrir sig hvort hugmynd ríkisins væri raunhæf. Ekki hefur verið frá því greint í hverju hugmynd ríkisins felst, en síðdegis sagði Árni Stefán hana þó þess eðlis að samninganefndirnar hefðu ákveðið að leggja hana fyrir bakland sitt til umræðu. Áfram yrði unnið að málinu. „Við erum að velta málum upp og við ætlum að það taki töluverðan tíma að fara yfir þessa hugmynd.“ Verkfallinu yrði ekki frestað. Hjá SFR er um að ræða blöndu ótímabundinnar vinnustöðvunar hjá völdum stofnunum (Landspítala, Ríkisskattstjóra, sýslumannsembættum og Tollinum) og tímabundinna skæra hjá öðrum, í tveggja sólarhringa lotum fram í miðjan næsta mánuð. 16. nóvember hefst svo ótímabundin vinnustöðvun hjá öllum. Sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu leggja líka allir niður störf frá miðjum nóvember, en fram að þeim tíma standa skærur á sömu dögum og SFR hefur boðað, auk sértækra vinnustöðvana ákveðna daga hjá Landspítalanum, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnVerkfallið mun leggjast þungt á Landspítalann en það mun vera nokkuð flóknara en undangengin verkföll með þeim fyrirvara að undanþágunefndir veiti undanþágubeiðnum spítalans brautargengi. „Við leggjum höfuðáherslu á að sinna bráðaþjónustu og tryggja öryggi sjúklinga í þessu verkfalli.“ Áhrif verkfallsins eru mjög víðtæk og ná til allra sviða spítalans. Frestað verður skipulögðum aðgerðum, skerða þarf starfsemi dag- og göngudeilda sem og legudeilda, einnig þarf að loka sjúrkarýmum. „Ótalin eru áhrif af verkföllum á stoðsviðum þar sem flutningaþjónusta, símaþjónusta og stuðningur við flókin tölvukerfi spítalans verða fyrir áhrifum verkfallsins. Við reiðum okkur á gott samstarf við stéttarfélögin um framkvæmd verkfallsins, á sama tíma og við biðlum til deiluaðila að ná saman sem allra fyrst. Landspítala má ekki við frekari skerðingu á starfseminni,“ segir Páll.
Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira