Innlent

Guðni Ágústsson úr mjólkinni

kolbeinn óttarsson proppé skrifar
Guðni ágústsson. Hlakkar til að fara frjáls inn í sumarið.
Guðni ágústsson. Hlakkar til að fara frjáls inn í sumarið. Fréttablaðið/Valli
Guðni Ágústsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) á aðalfundi félagsins í næstu viku. Samkomulag varð um starfslok Guðna, sem segir tíma til kominn að snúa sér að öðru.

„Ég er búinn að vera á þessum vettvangi í fimm ár og það er í sjálfu sér langur tími. Það hefur verið samkomulag milli mín og stjórnarinnar um að ég hætti störfum. Ég ætlaði að vísu að hætta í haust, en því var frestað þar sem mikil átök urðu í mjólkuriðnaði,“ segir Guðni.

Rögnvaldur Ólafsson, formaður stjórnar SAM, segir starfslok Guðna fyrst og fremst skýrast af aðhaldsaðgerðum hjá samtökunum.

„Þannig er að rannsóknarstofustarfsemin og mjólkureftirlitið hefur hvort tveggja færst frá SAM og yfir til Mjólkursamsölunnar,“ segir Rögnvaldur. Þar ráði sparnaður fyrst og fremst för. „Við álítum að kannski getum við sparað eitthvað með þessu.“

Guðni segir að það henti vel að láta af störfum á þessum tímapunkti.

„Það hentar mjólkuriðnaðinum ágætlega í sinni endurskipulagningu. Einar Sigurðsson er að fara frá Mjólkursamsölunni og auðir stólar henta vel núna. Menn eru bara að skoða þetta stjórnkerfi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×