Borgarstjóri vill ræða sameiningu við Seltirninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2015 19:27 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru sjö talsins en síðasta sameining tók gildi 1. janúar 2013 þegar Álftanes og Garðabær sameinuðust. Reykjavík er langstærsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með rúmlega 120.000 íbúa en um 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir hugmyndir um frekari sameiningu ekki stranda á Reykjavíkurborg. „Ég er mjög opinn fyrir frekari sameiningu og ég held að Reykjavík sé það og hafi verið. Við hugsum þetta sem eitt svæði og þetta er auðvitað eitt búsetusvæði og eitt atvinnusvæði. Okkur finnst skipta mjög miklu máli að hugsa það sem heild, skipuleggja það sem heild og þróa það sem heild,” segir Dagur. Nefnd á vegum þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði til í skýrslu árið 2010 að skoðaðir yrðu kostir þess að sameina Reykjavík, Seltjarnarnes og Kjósahrepp. Talsmenn þess að sameina Reykjavík og Seltjarnarnes hafa sagt slíka sameiningu vera hálfgert réttlætismál fyrir íbúa Reykjavíkur. Það sé til dæmis ósanngjarnt að skattgreiðendur á Seltjarnarnesi greiði lægra útsvar, fasteignaeigendur lægri fasteignaskatta og barnafólk lægri leikskólagjöld, en sömu hópar í Reykjavík. „Þetta er kannski barn síns tíma en við eigum mjög gott samstarf við Seltjarnarnes. Við sinnum til dæmis ýmissi félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk við Seltirninga með sérstökum samningi. Við værum alveg til í að ræða sameiningu við Seltjarnarnes en við vitum að það eru skiptar skoðanir þeirra megin og þau hafa auðvitað rétt á því,” segir Dagur. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru sjö talsins en síðasta sameining tók gildi 1. janúar 2013 þegar Álftanes og Garðabær sameinuðust. Reykjavík er langstærsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með rúmlega 120.000 íbúa en um 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir hugmyndir um frekari sameiningu ekki stranda á Reykjavíkurborg. „Ég er mjög opinn fyrir frekari sameiningu og ég held að Reykjavík sé það og hafi verið. Við hugsum þetta sem eitt svæði og þetta er auðvitað eitt búsetusvæði og eitt atvinnusvæði. Okkur finnst skipta mjög miklu máli að hugsa það sem heild, skipuleggja það sem heild og þróa það sem heild,” segir Dagur. Nefnd á vegum þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði til í skýrslu árið 2010 að skoðaðir yrðu kostir þess að sameina Reykjavík, Seltjarnarnes og Kjósahrepp. Talsmenn þess að sameina Reykjavík og Seltjarnarnes hafa sagt slíka sameiningu vera hálfgert réttlætismál fyrir íbúa Reykjavíkur. Það sé til dæmis ósanngjarnt að skattgreiðendur á Seltjarnarnesi greiði lægra útsvar, fasteignaeigendur lægri fasteignaskatta og barnafólk lægri leikskólagjöld, en sömu hópar í Reykjavík. „Þetta er kannski barn síns tíma en við eigum mjög gott samstarf við Seltjarnarnes. Við sinnum til dæmis ýmissi félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk við Seltirninga með sérstökum samningi. Við værum alveg til í að ræða sameiningu við Seltjarnarnes en við vitum að það eru skiptar skoðanir þeirra megin og þau hafa auðvitað rétt á því,” segir Dagur.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira