Formaður neyðarstjórnar segir stöðuna krítíska Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2015 20:05 Margt hefur farið úrskeiðis við innleiðingu þeirra breytinga sem gerðar voru á ferðaþjónustu fatlaðra um áramótin. Undanfarna viku hafa tvö alvarleg atvik komið upp en hið síðara átti sér stað í gær þegar fatlaður einstaklingur var skilinn eftir á röngum stað af starfsmanni þjónustunnar.„Staðan er enn krítísk. Það er verið að fara yfir öll þessi atvik og alla ferla og vega það og meta hvað er hægt að gera núna fljótt og vel, og hvað það er sem tekur lengri tíma svo það sé hægt að koma þessari þjónustu í viðunandi horf,” segir Stefán Eiríksson formaður neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra. Ein þeirra leiða sem nefndar hafa verið til úrbóta er að grípa til sértækra aðgerða fyrir þá notendur þjónustunnar sem þurfa á meiri aðstoð að halda en aðrir. „Við höfum fengið þær upplýsingar, bæði frá starfsmönnum Strætó og á fundi í gær með fulltrúum þessa kerfis, að það sé hægt að mæta slíkum sérstökum þörfum. Taka þá tiltekinn hóp út fyrir sviga og skipuleggja ferðir og utanumhald í kringum hann,” segir Stefán. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir sína félagsmenn hafa áhyggjur af stöðunni og margir notendur óttist að notfæra sér þjónustuna. „Við skynjum það að folk er óöruggt. Mér finnst mjög mikilvægt að stappa stálinu í fólk og reyna að róa menn. Við verðum að hafa trú á því að þetta lagist,” segir Bryndís. Hún er bjartsýn á að málin séu að þokast í rétta átt og styður hugmyndir um sértækar aðgerðir. „Ég held að til lengri tíma litið þá eigi þetta tölvukerfi og allt sem að snýr að því að geta líka ráðið við að þjónusta þessu fólki. En á meðan að það er ekki alveg búið að ná utan um það að þá er mjög mikilvægt að taka það út fyrir sviga og tryggja öryggi, því það er númer eitt, tvö og þrjú, að tryggja öryggi,” segir Bryndís. Tengdar fréttir Neyðarstjórn skoðar að taka ákveðna hópa út fyrir sviga Framkvæmdastjóri Strætó segir enga „kollsteypu“ til umræðu hjá ferðaþjónustu fatlaðra. 10. febrúar 2015 21:49 Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína. 11. febrúar 2015 07:00 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Í annað sinn sem ferðaþjónustan brást Dodda Stuðningsfulltrúi 25 ára gamals manns sem ferðaþjónusta fatlaðra skildi eftir einan á röngum stað í hádeginu í dag, segir afleiðingarnar geta orðið þær að hann vilji ekki vera aftur á ferðinni. 10. febrúar 2015 20:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Margt hefur farið úrskeiðis við innleiðingu þeirra breytinga sem gerðar voru á ferðaþjónustu fatlaðra um áramótin. Undanfarna viku hafa tvö alvarleg atvik komið upp en hið síðara átti sér stað í gær þegar fatlaður einstaklingur var skilinn eftir á röngum stað af starfsmanni þjónustunnar.„Staðan er enn krítísk. Það er verið að fara yfir öll þessi atvik og alla ferla og vega það og meta hvað er hægt að gera núna fljótt og vel, og hvað það er sem tekur lengri tíma svo það sé hægt að koma þessari þjónustu í viðunandi horf,” segir Stefán Eiríksson formaður neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra. Ein þeirra leiða sem nefndar hafa verið til úrbóta er að grípa til sértækra aðgerða fyrir þá notendur þjónustunnar sem þurfa á meiri aðstoð að halda en aðrir. „Við höfum fengið þær upplýsingar, bæði frá starfsmönnum Strætó og á fundi í gær með fulltrúum þessa kerfis, að það sé hægt að mæta slíkum sérstökum þörfum. Taka þá tiltekinn hóp út fyrir sviga og skipuleggja ferðir og utanumhald í kringum hann,” segir Stefán. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir sína félagsmenn hafa áhyggjur af stöðunni og margir notendur óttist að notfæra sér þjónustuna. „Við skynjum það að folk er óöruggt. Mér finnst mjög mikilvægt að stappa stálinu í fólk og reyna að róa menn. Við verðum að hafa trú á því að þetta lagist,” segir Bryndís. Hún er bjartsýn á að málin séu að þokast í rétta átt og styður hugmyndir um sértækar aðgerðir. „Ég held að til lengri tíma litið þá eigi þetta tölvukerfi og allt sem að snýr að því að geta líka ráðið við að þjónusta þessu fólki. En á meðan að það er ekki alveg búið að ná utan um það að þá er mjög mikilvægt að taka það út fyrir sviga og tryggja öryggi, því það er númer eitt, tvö og þrjú, að tryggja öryggi,” segir Bryndís.
Tengdar fréttir Neyðarstjórn skoðar að taka ákveðna hópa út fyrir sviga Framkvæmdastjóri Strætó segir enga „kollsteypu“ til umræðu hjá ferðaþjónustu fatlaðra. 10. febrúar 2015 21:49 Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína. 11. febrúar 2015 07:00 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Í annað sinn sem ferðaþjónustan brást Dodda Stuðningsfulltrúi 25 ára gamals manns sem ferðaþjónusta fatlaðra skildi eftir einan á röngum stað í hádeginu í dag, segir afleiðingarnar geta orðið þær að hann vilji ekki vera aftur á ferðinni. 10. febrúar 2015 20:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Neyðarstjórn skoðar að taka ákveðna hópa út fyrir sviga Framkvæmdastjóri Strætó segir enga „kollsteypu“ til umræðu hjá ferðaþjónustu fatlaðra. 10. febrúar 2015 21:49
Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína. 11. febrúar 2015 07:00
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
Í annað sinn sem ferðaþjónustan brást Dodda Stuðningsfulltrúi 25 ára gamals manns sem ferðaþjónusta fatlaðra skildi eftir einan á röngum stað í hádeginu í dag, segir afleiðingarnar geta orðið þær að hann vilji ekki vera aftur á ferðinni. 10. febrúar 2015 20:00