Innlent

Segir tilgangslaust að gagnrýna aðra

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Vísir/ERnir
Jón Gnarr, ræðir um lífsskoðun sína, sem hann kallar „einhverskonar taóískur húmanismi sem byggist á tilraunum mínum og reynslu“ í Fréttablaðinu í dag. Hann segir alheiminn hafa „ryþma“ og að við dönsum í takt við hann, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

„Þegar við áttum okkur á því og sættum okkur við það verður lífið ekki bara einfaldara heldur miklu ánægjulegra líka.“

Jón segist alltaf hafa litið upp til fólks sem honum hefur fundist vera gefandi. Það fólk virðist hafa það að markmiði í lífinu að gefa meira af sér en það taki til sín. Sumum sé þetta eðlislægt, meðan öðrum sé þetta fyrirhöfn sem kosti einbeitingu og vinnu.

„Það er líka mjög athyglisvert með þetta góða og vandaða fólk að það er svo oft kvenkyns,“ segir Jón. Hann tekur þó fram að hann sé alls ekki að alhæfa um að allar konur séu svona en karlar hinsegin.

„Það er smá kall og smá kelling í okkur öllum, misjafnlega mikið magn af hormónum.“

Jón Gnarr segir segir að í raun sé bara ein mannvera og að við séum „kópía“ af henni.

„Það er bara ein mannvera og við erum kópía af henni. Það er skylda okkar eða tilgangur að bera ábyrgð á þessu eintaki í sameiginlegri vegferð okkar allra til framtíðar. Og ábyrgðinni fylgir ákveðin meðlíðan með öðrum.“

Hann segist hafa reynt að lifa samkvæmt þessu lengstan part ævi sinnar, en að það hafi oft verið erfitt og pirrandi, en að sama skapi nærandi.

„Þegar maður áttar sig á því að allar manneskjur eru hluti af sömu heild og í rauninni öll í sama líkama þá breytist afstaða manns til lífsins að sama skapi. Í stað sundrungar kemur sameining og samkennd.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×