Frelsi hinna fáu og ríku varið á kostnað fjöldans Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 13:06 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Vísir/GVA Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira