Enski boltinn

Vardy biðst afsökunar á hegðun sinni í spilavítinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Leicester fagna marki Vardy.
Leikmenn Leicester fagna marki Vardy. Vísir/getty
Jamie Vardy, leikmaður Leicester City, baðst í dag afsökunar á hegðun sinni í spilavíti í borginni um helgina en hann gerðist sekur um kynþáttaníð í garð annars manns í spilavítinu.

Myndband lak á netið um helgina þar sem sést að Vardy sem lék fyrsta landsleik sinn fyrir Englands hönd í sumar kallaði ókvæðisorð í átt að manninum sem var af japönskum uppruna.

Talið er að Vardy sem byrjaði tímabilið vel með fyrsta mark Leicester í 4-2 sigri á Sunderland á laugardaginn hafi verið í spilavítinu þann 26. júlí síðastliðinn.

Er þetta ekki í fyrsta sinn sem leikmaður í röðum Leicester ratar í fjölmiðlana vegna kynþáttaníðs en þrír ungir leikmenn félagsins voru leystir undan samningi í vor eftir að myndband af þeim með vændiskonum í æfingarferð í Tælandi lak á netið.

„Ég vill byrja á að biðjast afsökunar ef ég móðgaði einhvern. Þetta voru mistök af minni hálfu sem ég tek fulla ábyrgð á og ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki boðleg hegðun.“


Tengdar fréttir

Vardy ásakaður um rasisma í spilavíti

Jamie Vardy, framherji Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, gerðist sekur um kynþáttaníð í spilavíti í gærkvöldi þegar hann kallaði niðurlægjandi orðum í átt að öðrum spilara í spilavítinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×